Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að landrissins í Svartsengi gæti á Grindavíkurvegi.
Þar hafi sprungur myndast og breikkað nokkuð frá því í gær. Sprungur hafi myndast nær Grindavík en áður. Þá sé auk þess farnar að myndast sprungur á þeim stað sem búið var að gera við og nærri þeim stað þar sem landrisið á sér nú stað.
Haft er eftir eftirlitsmanni Vegagerðarinnar að talsverður munur sé á veginum í dag miðað við í gær, miðvikudag. Vegagerðin telur ekki þörf á að loka veginum. Hún tekur fram að grannt sé fylgst með þróun mála í góðri samvinnu við lögreglu og almannavarnir.