Sést þú í umferðinni? Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 30. desember 2023 09:00 Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Samgönguslys Bílpróf Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja. Þrátt fyrir það kallar okkar daglega líf á það að við þurfum að vera að aka í myrkri og slæmu skyggni. Ljóst er að akstur í myrkri er varasamari en akstur í dagsbirtu. Ökumönnum er mun hættara að yfirsjást í myrkri en í dagsbirtu. Sjálfsagt gerum við okkur flest grein fyrir því að erfiðara getur reynst að aka í myrkri með ökuljósin kveikt en við dagsbirtu. Ökumenn missa nánast alla hæfileika til að sjá smáhlutina í kringum sig við akstur í myrkri. Menn gleyma því sem leynist utan sjónsviðs ljósgeisla ökuljósanna. Þess vegna er svo mikilvægt að við vinnum að því í sameiningu að tryggja sem best öryggi allra í umferðinni, að við hjálpumst að. Gangandi, hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum þ.e. óvarðir vegfarendur geta auðveldað ökumönnum að sjá þá í myrkrinu, jafnvel þó þeir séu í jaðri ljósgeislans frá ökuljósunum. Það gera þeir með því að nota endurskinsmerki, hengja þau á sig þannig að ökumenn sjái þau og þeir sem fara um á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum noti ljós og glitaugu ásamt endurskini á þá sjálfa. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ef endurskinið er ekki til staðar, því er ljóst að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir slys. Skylda ökumanna liggur í því að halda ökuljósunum hreinum og aka eftir aðstæðum, fara varlega. Í námskrá ökunáms til almennra ökuréttinda kemur fram að ökunemi skuli fá kennslu og þjálfun í notkun skynfæra, læri að túlka vísbendingar úr umferðinni rétt, taki réttar ákvarðanir og bregðist rétt við. Einnig kemur fram í umræddri námskrá að neminn skuli vita að gangandi vegfarendur telji að ökumaður komi auga á sig mun fyrr en hann gerir. Að hann þekki raunveruleg vegsýn ökumanns í myrkri við lág ljós annars vegar og há ljós hins vegar, að hann þekki ljósfjarlægðir að gangandi vegfarendum eftir því hvort lágu ljósin eru notuð eða þau háu. Einnig kemur fram að neminn skuli skilja þýðingu þess að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki, æfi sig í akstri við ýmsar aðstæður í myrkri og læri að velja öruggan hraða með tilliti til aðstæðna. Umrædd atriði kallar á markvisst og gott ökunám og hæfni ökukennarans til að grípa þau tækifæri sem gefast til að þjálfa og útskýra sem best við fjölbreyttar aðstæður í ökunáminu. Í starfi mínu sem ökukennari eru því miður of mörg tilvik þar sem óvarðir vegfarendur eru án endurskins og sjást því mjög illa og jafnvel ekki fyrr en ekið er fram hjá þeim. Slík tilvik vekja jú undrun hjá ökunemanum, þ.e. hversu seint og illa hann sá óvarða vegfarendann og neminn áttar sig á hættunum og hversu óvænt atvik geta komið upp við akstur. Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu tekin fyrir í ökunámi þá er mikilvægt að við vinnum öll að því í sameiningu að draga úr hættu á því að óvarðir vegfarendur verði fyrir slysi í umferðinni. Notum endurskin, ljósgjafa og ökum með ökuljósin í lagi. Á vef Samgöngustofu er mögulegt að afla sér upplýsinga hvar hægt er að nálgast endurskinsmerki og viljum við í Ökukennarafélagi Íslands hvetja alla óvarða vegfarendur til að verða sér úti um endurskinsmerki og ganga skínandi inn í nýtt ár. Með ósk um gleðilegt nýtt ár Þuríður B. Ægisdóttir Formaður Ökukennarafélags Íslands.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun