Saman gerum við betur! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. desember 2023 11:00 Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun