Svín með jólasveinahúfu og jólaskraut Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. desember 2023 14:30 Sandra Kosiak svínahirðir í Laxárdal með grís, sem er með jólaskraut. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svín á sveitabæ á Suðurlandi hafa notið jólahátíðarinnar ekki síður en mannfólkið, því þau hafa fengið jólaskraut í stíurnar sínar og jólasveinahúfan er á sínum stað á þeim. Hér erum við að tala um svínin á svínabúinu Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 200 gyltur. Til að lífga upp á jólastemminguna hefur jólaskrauti verið komið fyrir í nokkrum stíum og svínin fá meira að segja jólasveinahúfu þegar svo háttar til. Heiðurinn af þessu á svínahirðir búsins, Sandra frá Póllandi, sem hefur búið á Íslandi í sjö ár og elskar fátt meira en svínin í Laxárdal. „Grísirnir hafa sérstaklega gaman af því að leika sér með jólakúlurnar og svo fá gylturnar jólahúfur og það er allskonar jólastemming í gangi,” segir Sandra. Sandra segir svín mjög skemmtileg. „Já þau eru öll mjög krúttleg og falleg og þeim finnst gaman að leika sér og að fá knús frá mér. Lyktin af grísunum er líka ótrúlega góð.” Svínin fá líka að vera með jólasveinahúfu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sandra með mikið af húðflúrum en það er þó ekkert flúr af svíni en stendur til að bæta úr því eða? „Já, já, ég ætla að bæta úr því í maí því þá ætla ég að fá mér svínatattú“, segir hún hlæjandi. Það er ekki hægt að kveðja svínin í Laxárdal án þess að heilsa upp á göltinn Brand, sem er 350 kíló og uppáhalds göltur búsins enda fær hann reglulega að vera með jólasveinahúfuna. Brandur er einstaklega gæfur og finnst fátt betra en að láta klappa og klóra sér. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal ásamt Brandi, sem er um 350 kíló.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Jól Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Hér erum við að tala um svínin á svínabúinu Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 200 gyltur. Til að lífga upp á jólastemminguna hefur jólaskrauti verið komið fyrir í nokkrum stíum og svínin fá meira að segja jólasveinahúfu þegar svo háttar til. Heiðurinn af þessu á svínahirðir búsins, Sandra frá Póllandi, sem hefur búið á Íslandi í sjö ár og elskar fátt meira en svínin í Laxárdal. „Grísirnir hafa sérstaklega gaman af því að leika sér með jólakúlurnar og svo fá gylturnar jólahúfur og það er allskonar jólastemming í gangi,” segir Sandra. Sandra segir svín mjög skemmtileg. „Já þau eru öll mjög krúttleg og falleg og þeim finnst gaman að leika sér og að fá knús frá mér. Lyktin af grísunum er líka ótrúlega góð.” Svínin fá líka að vera með jólasveinahúfu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sandra með mikið af húðflúrum en það er þó ekkert flúr af svíni en stendur til að bæta úr því eða? „Já, já, ég ætla að bæta úr því í maí því þá ætla ég að fá mér svínatattú“, segir hún hlæjandi. Það er ekki hægt að kveðja svínin í Laxárdal án þess að heilsa upp á göltinn Brand, sem er 350 kíló og uppáhalds göltur búsins enda fær hann reglulega að vera með jólasveinahúfuna. Brandur er einstaklega gæfur og finnst fátt betra en að láta klappa og klóra sér. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal ásamt Brandi, sem er um 350 kíló.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Jól Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira