Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2024 12:24 Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni. Vísir Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira