Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem listaverk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 14:45 Ragnar Kjartansson beið lægri hlut í deilu sinni við tollstjóra en náði þó að klóra í bakkann þegar kom að verðinu sem miða átti greiðslu á virðisaukaskatti við. Getty/Roberto Serra Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna. Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar, sem fékk málið á sitt borð eftir kæru Ragnars, að Ragnar hafi hannað og látið framleiða eitt þúsund eintök af salt- og piparstaukum úr postulíni. Á staukana var annars vegar letrað „Guilt“ og hins vegar „Fear“, eða „sekt“ og „ótti“ upp á íslensku. Staukarnir voru hluti af listasýningum í New York í Bandaríkjunum annars vegar og í Danmörku hins vegar. Að sýningu lokinni hafi Ragnar óskað eftir því að hluti innsetningarinnar yrði brotinn niður í stök pör sem almenningur hefði tök á að kaupa í gjafaöskjum. Skipulagði Ragnar innflutning á hundrað pörum til Íslands. Fyrst til að sýna og svo til að selja. 500 dollarar er söluverð sektar- og ótta staukanna hans Ragnars Kjartanssonar. Það eru um 69 þúsund íslenskar krónur. Ragnar tilgreindi innflutningsverð upp á 50 þúsund dollara þar sem til hafi staðið að selja hvert par á 500 dollara. Við tollafgreiðslu voru staukarnir ásamt gjafaöskjum flokkaðir af tollgæslu sem borðbúnaður og eldhúsbúnaður en ekki sem listaverk. Tollalög heimila innflutning á listaverkum sem listamenn flytja inn sjálfir án þess að greiddur sé virðisaukaskattur. Ragnar reiknaði með því að salt- og piparstaukarnir yrðu flokkaðir þannig en tollstjóri féllst ekki á það. Ekki væri um að ræða frumgerð listaverks heldur fjöldaframleiddar endurgerðir. Yfirskattanefnd féllst á það með tollstjóra að nytjamunir sem eigi sér hliðstæður í almennri verslunarvöru gætu ekki talist sem listaverk. Um væri að ræða fjöldaframleidda endurgerð sem hafi einkenni verslunarvöru. Nefndin féllst þó á að miða ætti við framleiðslukostnað salt- og piparstaukanna, upp á 71,5 dollara frekar en 500 dollara söluverðið. Menning Skattar og tollar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar, sem fékk málið á sitt borð eftir kæru Ragnars, að Ragnar hafi hannað og látið framleiða eitt þúsund eintök af salt- og piparstaukum úr postulíni. Á staukana var annars vegar letrað „Guilt“ og hins vegar „Fear“, eða „sekt“ og „ótti“ upp á íslensku. Staukarnir voru hluti af listasýningum í New York í Bandaríkjunum annars vegar og í Danmörku hins vegar. Að sýningu lokinni hafi Ragnar óskað eftir því að hluti innsetningarinnar yrði brotinn niður í stök pör sem almenningur hefði tök á að kaupa í gjafaöskjum. Skipulagði Ragnar innflutning á hundrað pörum til Íslands. Fyrst til að sýna og svo til að selja. 500 dollarar er söluverð sektar- og ótta staukanna hans Ragnars Kjartanssonar. Það eru um 69 þúsund íslenskar krónur. Ragnar tilgreindi innflutningsverð upp á 50 þúsund dollara þar sem til hafi staðið að selja hvert par á 500 dollara. Við tollafgreiðslu voru staukarnir ásamt gjafaöskjum flokkaðir af tollgæslu sem borðbúnaður og eldhúsbúnaður en ekki sem listaverk. Tollalög heimila innflutning á listaverkum sem listamenn flytja inn sjálfir án þess að greiddur sé virðisaukaskattur. Ragnar reiknaði með því að salt- og piparstaukarnir yrðu flokkaðir þannig en tollstjóri féllst ekki á það. Ekki væri um að ræða frumgerð listaverks heldur fjöldaframleiddar endurgerðir. Yfirskattanefnd féllst á það með tollstjóra að nytjamunir sem eigi sér hliðstæður í almennri verslunarvöru gætu ekki talist sem listaverk. Um væri að ræða fjöldaframleidda endurgerð sem hafi einkenni verslunarvöru. Nefndin féllst þó á að miða ætti við framleiðslukostnað salt- og piparstaukanna, upp á 71,5 dollara frekar en 500 dollara söluverðið.
Menning Skattar og tollar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira