Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 18:01 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. Skjálftinn sem reið yfir í morgun mældist 4,5 að stærð og var svokallaður „gikkskjálfti“. Sú tegund skjálfta merkir spennulosun á svæðinu, ekki að kvika sé á hreyfingu þar sem þær verða. Þorvaldur var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi skjálftann. Hann segir ýmis teikn á lofti um að skjálftavirknin sé að færa sig frá Svartsengi og Fagradalsfjalli og yfir í Trölladyngju. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá kort af Reykjanesskaganum og Trölladyngju. Efst til hægri á myndinni má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Trölladyngja er hluti af Krýsuvíkurkerfinu en þar gaus fyrir átta hundruð árum síðar. Kallaðist það Krýsuvíkureldar en við þá myndaðist hraunið við Hafnarfjörð, sem og Ögmundarhraun og önnur minni hraun. „Það er erfitt að spá langt fram í tímann. Þó virknin sé farin að færast yfir getur það tekið mörg ár að koma öllu af stað og komast í fullan gír, jafnvel áratugi. Það er ekki eins og það sé eitthvað stórt og mikið að fara að gerast þarna á morgun. Ekki þarna. En þetta er þessi nýi raunveruleiki sem við þurfum að lifa við. Við erum komin í eldgosatímabil á Reykjanesskaganum,“ segir Þorvaldur. Klippa: Ýmis teikn um að virknin sé að færa sig nær Trölladyngju Hvað varðar stöðuna í Svartsengi og við Grindavík segir Þorvaldur að það að hægt hafi á landrisi á svæðinu gæti bent til þess að eitthvað sé að fara að gerast. „Landrisið hægir á sér og það getur bent til þess að við séum komin með það mikinn þrýsting þarna niðri, að það sé búið að teygja það mikið á skorpunni að hún er kannski komin næstum því á brotþol. Ef hún brotnar myndast sprunga, kvika getur komið upp um sprunguna og það getur orðið gos,“ segir Þorvaldur. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi nýlega við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing um Krýsuvíkurkerfið. Frétt úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Áhættumat þarf fyrir höfuðborgarsvæðið Komi til goss verði það þó ekki ýkja stórt enda sé lítið magn af kviku í kvikugeymslunni í Svartsengi. „Kvikugeymslan þarna er frekar lítil, við erum að tala um frekar lítið rúmmál af kviku. Kannski sex til sjö milljónir rúmmetrar af kviku. Ég held það sé ekki stór kvikugangur þarna undir með miklu flæð,“ segir Þorvaldur. Grindavík Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Tengdar fréttir Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Skjálftinn sem reið yfir í morgun mældist 4,5 að stærð og var svokallaður „gikkskjálfti“. Sú tegund skjálfta merkir spennulosun á svæðinu, ekki að kvika sé á hreyfingu þar sem þær verða. Þorvaldur var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi skjálftann. Hann segir ýmis teikn á lofti um að skjálftavirknin sé að færa sig frá Svartsengi og Fagradalsfjalli og yfir í Trölladyngju. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá kort af Reykjanesskaganum og Trölladyngju. Efst til hægri á myndinni má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Trölladyngja er hluti af Krýsuvíkurkerfinu en þar gaus fyrir átta hundruð árum síðar. Kallaðist það Krýsuvíkureldar en við þá myndaðist hraunið við Hafnarfjörð, sem og Ögmundarhraun og önnur minni hraun. „Það er erfitt að spá langt fram í tímann. Þó virknin sé farin að færast yfir getur það tekið mörg ár að koma öllu af stað og komast í fullan gír, jafnvel áratugi. Það er ekki eins og það sé eitthvað stórt og mikið að fara að gerast þarna á morgun. Ekki þarna. En þetta er þessi nýi raunveruleiki sem við þurfum að lifa við. Við erum komin í eldgosatímabil á Reykjanesskaganum,“ segir Þorvaldur. Klippa: Ýmis teikn um að virknin sé að færa sig nær Trölladyngju Hvað varðar stöðuna í Svartsengi og við Grindavík segir Þorvaldur að það að hægt hafi á landrisi á svæðinu gæti bent til þess að eitthvað sé að fara að gerast. „Landrisið hægir á sér og það getur bent til þess að við séum komin með það mikinn þrýsting þarna niðri, að það sé búið að teygja það mikið á skorpunni að hún er kannski komin næstum því á brotþol. Ef hún brotnar myndast sprunga, kvika getur komið upp um sprunguna og það getur orðið gos,“ segir Þorvaldur. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi nýlega við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing um Krýsuvíkurkerfið. Frétt úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Áhættumat þarf fyrir höfuðborgarsvæðið Komi til goss verði það þó ekki ýkja stórt enda sé lítið magn af kviku í kvikugeymslunni í Svartsengi. „Kvikugeymslan þarna er frekar lítil, við erum að tala um frekar lítið rúmmál af kviku. Kannski sex til sjö milljónir rúmmetrar af kviku. Ég held það sé ekki stór kvikugangur þarna undir með miklu flæð,“ segir Þorvaldur.
Grindavík Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Tengdar fréttir Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07