„Er afar þakklát“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. janúar 2024 07:01 Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík. Vísir/Vilhelm Danielle Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik varð íslenskur ríkisborgari nú í desember. Hún segir það mikinn heiður að hafa verið veittur ríkisborgararéttur. Danielle Rodriguez kom fyrst til Íslands árið árið 2016. Hún er nú á sínu öðru tímabili með Grindavík. Í desember var hún ein þeirra sem Alþingi veitti íslenskan ríkisborgararétt og er Dani, eins og hún er oftast kölluð, því orðin Íslendingur og gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Ég er mjög þakklát og mér finnst þetta mjög mikill heiður. Þegar ég kom hingað fyrst árið 2016 þá var ég mjög hrifinn af landinu og fólkinu hérna. Ég er afar þakklát,“ segir Dani í samtali við Vísi. „Elska að búa hér og vera örugg“ Hún segist upphaflega hafa komið til Íslands því það var það eina sem henni hafði boðist. „Ég var að byrja minn feril sem atvinnumaður og þetta var eina tilboðið sem ég fékk, eini staðurinn sem ég gat spilað á. Ég kom með þau markmið að byrja af krafti, búa til ferilskrá og fara síðan eitthvað annað,“ en Dani lék í þrjú ár með Stjörnunni og eitt ár með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna vorið 2020 og varð hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla og kvenna hjá Stjörnunni. Ári seinna hélt Dani síðan til Bandaríkjanna þar sem hún fékk starf sem þjálfari hjá háskólaliði San Diego. „Ég fór í eitt ár því mér bauðst frábært tækifæri sem þjálfari. Þar fékk ég dýrmæta reynslu og gat gert meira hvað varðar körfuboltann. Ég kom aftur því ég á líf hér og fjölskyldu hérna núna.“ Dani ólst upp í Los Angeles og segir mikinn mun á samfélaginu hér á landi og í borg englanna. „Los Angeles er mjög stór borg og svolítið klikkuð. Ég elska að búa hér og að vera alltaf örugg. Fyrir utan fólkið auðvitað þá finnst mér allt annað frábært. Þetta er staður þar sem mig langar að stofna fjölskyldu í framtíðinni og staður sem er á undan flestum öðrum hvað varðar skilning á því að ég eigi kærustu. Að mér líði þannig að ég geti verið ég sjálf á hverjum degi. Svo margir hlutir varðandi landið gera það svo auðvelt og öruggt að búa hérna.“ Þegar Dani sneri aftur til að spila með Grindavík haustið 2022 hafði hún ekki spilað körfubolta í tvö tímabil þar á undan. Körfuboltaskórnir voru þó aldrei langt undan. „Árið sem ég þjálfaði var ég aðeins á æfingum með liðinu sem ég þjálfaði. Það var háskólalið og skipað leikmönnum á aldrinum 18 til 23 ára. Síðan æfði ég sjálf í líkamsræktarstöð nálægt heimili mínu og spilaði þar gegn karlmönnum. Þeir voru ekki atvinnumenn en þetta voru strákar og karlmenn sem ég spilaði við til að koma mér aftur í leikform.“ Fegin að þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu Hún segir nýfenginn ríkisborgararétt breyta ýmsu fyrir sig. „Körfubolti er ekki heilsársíþrótt. Ég get ekki fengið vinnu utan körfuboltans og þetta hjálpar mér að komast betur inn í samfélagið. Að fá venjulega vinnu á sumrin er erfiðasti hlutinn því ég hef bara þjálfunina,“ en Dani hefur verið viðloðandi þjálfun yngri landsliða Íslands og einnig komið að þjálfun í körfuboltabúðum sem haldnar hafa verið hér á landi. „Það myndi hjálpa mér mikið að geta fengið mér vinnu og þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu í hvert sinn sem ég kem. Það er ýmislegt svona sem gerir hlutina auðveldari en fyrst og fremst er þetta mikill heiður og það að ég get sest að hér og þarf ekki að hafa áhyggjur af hlutum í framtíðinni sem gætu gert mér erfiðara fyrir.“ „Í sumar var ég aðalþjálfari U16-ára landsliðs kvenna og var boðin staða á ný næsta sumar. Það hefur verið erfitt fyrir mig að vera hér á sumrin þar sem ég hef ekki getað fengið neina vinnu fyrir utan þjálfunina. Ég þarf að borga af húsi og það var ekki nóg fyrir mig að lifa bara á þjálfaralaununum. Ég þurfti því að gefa það frá mér að sinni.“ Dani segist kunna afar vel að vinna með ungum leikmönnum. „Ég elska það. Mér finnst það frábært og ég elska að vinna með ungum leikmönnum. Það er frábært að geta gefið til baka til leikmanna sem eru að koma upp í landsliðunum.“ Hefur rætt við landsliðsþjálfarann Þar sem Dani er nú orðin íslenskur ríkisborgari er hún gjaldgeng í íslenska landsliðið í körfubolta. Hún segist munu gefa kost á sér verði hún valin en Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar hér á landi síðan hún kom hingað fyrst. „Ég myndi elska að spila fyrir hönd Íslands og spila ef ég tækifærið kemur og ég verð valin,“ segir Dani en bætir við að hún hafi ekkert rætt við Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara síðan hún fékk ríkisborgararéttinn. „Við ræddum möguleikann ef þetta myndi gerast. Þetta hefur tekið svolítið langan tíma því við sendum umsókn í apríl og bjuggumst við að fá svar í maí. Það dróst þangað til nú í desember en við vorum búin að ræða möguleikann ef við myndum fá svar í maí, hvort ég myndi spila í landsliðsglugganum sem var þá framundan. Næsti gluggi er ekki fyrr en í nóvember og við höfum ekkert rætt þetta nýlega.“ Seinni hluti viðtalsins við Dani Rodriguez birtist á Vísi á morgun Grindavík UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Danielle Rodriguez kom fyrst til Íslands árið árið 2016. Hún er nú á sínu öðru tímabili með Grindavík. Í desember var hún ein þeirra sem Alþingi veitti íslenskan ríkisborgararétt og er Dani, eins og hún er oftast kölluð, því orðin Íslendingur og gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Ég er mjög þakklát og mér finnst þetta mjög mikill heiður. Þegar ég kom hingað fyrst árið 2016 þá var ég mjög hrifinn af landinu og fólkinu hérna. Ég er afar þakklát,“ segir Dani í samtali við Vísi. „Elska að búa hér og vera örugg“ Hún segist upphaflega hafa komið til Íslands því það var það eina sem henni hafði boðist. „Ég var að byrja minn feril sem atvinnumaður og þetta var eina tilboðið sem ég fékk, eini staðurinn sem ég gat spilað á. Ég kom með þau markmið að byrja af krafti, búa til ferilskrá og fara síðan eitthvað annað,“ en Dani lék í þrjú ár með Stjörnunni og eitt ár með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna vorið 2020 og varð hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla og kvenna hjá Stjörnunni. Ári seinna hélt Dani síðan til Bandaríkjanna þar sem hún fékk starf sem þjálfari hjá háskólaliði San Diego. „Ég fór í eitt ár því mér bauðst frábært tækifæri sem þjálfari. Þar fékk ég dýrmæta reynslu og gat gert meira hvað varðar körfuboltann. Ég kom aftur því ég á líf hér og fjölskyldu hérna núna.“ Dani ólst upp í Los Angeles og segir mikinn mun á samfélaginu hér á landi og í borg englanna. „Los Angeles er mjög stór borg og svolítið klikkuð. Ég elska að búa hér og að vera alltaf örugg. Fyrir utan fólkið auðvitað þá finnst mér allt annað frábært. Þetta er staður þar sem mig langar að stofna fjölskyldu í framtíðinni og staður sem er á undan flestum öðrum hvað varðar skilning á því að ég eigi kærustu. Að mér líði þannig að ég geti verið ég sjálf á hverjum degi. Svo margir hlutir varðandi landið gera það svo auðvelt og öruggt að búa hérna.“ Þegar Dani sneri aftur til að spila með Grindavík haustið 2022 hafði hún ekki spilað körfubolta í tvö tímabil þar á undan. Körfuboltaskórnir voru þó aldrei langt undan. „Árið sem ég þjálfaði var ég aðeins á æfingum með liðinu sem ég þjálfaði. Það var háskólalið og skipað leikmönnum á aldrinum 18 til 23 ára. Síðan æfði ég sjálf í líkamsræktarstöð nálægt heimili mínu og spilaði þar gegn karlmönnum. Þeir voru ekki atvinnumenn en þetta voru strákar og karlmenn sem ég spilaði við til að koma mér aftur í leikform.“ Fegin að þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu Hún segir nýfenginn ríkisborgararétt breyta ýmsu fyrir sig. „Körfubolti er ekki heilsársíþrótt. Ég get ekki fengið vinnu utan körfuboltans og þetta hjálpar mér að komast betur inn í samfélagið. Að fá venjulega vinnu á sumrin er erfiðasti hlutinn því ég hef bara þjálfunina,“ en Dani hefur verið viðloðandi þjálfun yngri landsliða Íslands og einnig komið að þjálfun í körfuboltabúðum sem haldnar hafa verið hér á landi. „Það myndi hjálpa mér mikið að geta fengið mér vinnu og þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu í hvert sinn sem ég kem. Það er ýmislegt svona sem gerir hlutina auðveldari en fyrst og fremst er þetta mikill heiður og það að ég get sest að hér og þarf ekki að hafa áhyggjur af hlutum í framtíðinni sem gætu gert mér erfiðara fyrir.“ „Í sumar var ég aðalþjálfari U16-ára landsliðs kvenna og var boðin staða á ný næsta sumar. Það hefur verið erfitt fyrir mig að vera hér á sumrin þar sem ég hef ekki getað fengið neina vinnu fyrir utan þjálfunina. Ég þarf að borga af húsi og það var ekki nóg fyrir mig að lifa bara á þjálfaralaununum. Ég þurfti því að gefa það frá mér að sinni.“ Dani segist kunna afar vel að vinna með ungum leikmönnum. „Ég elska það. Mér finnst það frábært og ég elska að vinna með ungum leikmönnum. Það er frábært að geta gefið til baka til leikmanna sem eru að koma upp í landsliðunum.“ Hefur rætt við landsliðsþjálfarann Þar sem Dani er nú orðin íslenskur ríkisborgari er hún gjaldgeng í íslenska landsliðið í körfubolta. Hún segist munu gefa kost á sér verði hún valin en Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar hér á landi síðan hún kom hingað fyrst. „Ég myndi elska að spila fyrir hönd Íslands og spila ef ég tækifærið kemur og ég verð valin,“ segir Dani en bætir við að hún hafi ekkert rætt við Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara síðan hún fékk ríkisborgararéttinn. „Við ræddum möguleikann ef þetta myndi gerast. Þetta hefur tekið svolítið langan tíma því við sendum umsókn í apríl og bjuggumst við að fá svar í maí. Það dróst þangað til nú í desember en við vorum búin að ræða möguleikann ef við myndum fá svar í maí, hvort ég myndi spila í landsliðsglugganum sem var þá framundan. Næsti gluggi er ekki fyrr en í nóvember og við höfum ekkert rætt þetta nýlega.“ Seinni hluti viðtalsins við Dani Rodriguez birtist á Vísi á morgun
Grindavík UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira