Enn fer mig að klæja Einar Helgason skrifar 4. janúar 2024 10:30 Af og til hefur það komið fyrir í íslensku samfélagi að upp hefur sprottið óværa sem kallaður hefur verið njálgur. Oftast hefur fyrirbæri þetta sprottið upp í skólasamfélaginu og þá aðallega hjá yngstu aldursflokkum. Fyrir þá sem ekki átta sig á hvað ég er að tala um er þarna um að ræða kvikindi sem tekur sér bólfestu á þeim stað í líkamanum þar sem aldrei skín sól og veldur óþolandi kláða. Auðvita er gripið til viðeigandi ráðstafanna til þess að stemma stigu við kvikindinu með því að einangra hópa og nota viðeigandi lyf. Jafnvel eru heilu fjölskyldurnar teknar í meðferð ef ófögnuðurinn hefur borist inn á heimilið. En það er til önnur óværa í íslensku samfélagi sem virkar ekki ósvipað og njálgur. Reyndar þykist ég vita að plága þessi kemur ekki eingöngu fram á þeim stað líkamans þar sem aldrei skín sól, þótt ég viti fullvel að einkennin brjótist líka þar fram hjá sumum. Það er líka að renna upp fyrir mér sú staðreynd að á mínum líftíma sem orðin er nokkuð langur hefur þessi ófögnuður komið nokkuð reglulega upp í okkar samfélagi. Nú síðast braust hann upp á yfirborðið þegar formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi ráðherra utanríkismála skipaði fólk í sendiherrastöður. Enn einu sinni birtist spillinginn í sinni tærustu mynd og það án þess að reynt væri að fela það á nokkurn hátt. Og enn einu sinni braust þessi gamalkunni hneykslunarkláði fram í samfélaginu sem maður kannast svo vel við. Sem sagt sami spillingarþefurinn og fylgt hefur aðallega tveimur stjórnmálaflokkum meira og minna síðastliðinn hundrað ár í Íslensku samfélagi. En, skyldi Bjarni hafa búist við því að upp mundi gjósa hneykslunaralda með tilheyrandi kláða úti í þjóðfélaginu? Já, ég er nokkuð viss um það, því hvað sem hægt er að segja um Bjarna þá er hann ekkert fífl. Og það sem meira er honum virðist vera nokkuð sama, eða ef við orðum þetta kurteislega á íslensku, honum er skítsama. Hann veit sem er að þetta kláðakast ríður yfir í tvo til þrjá daga eins og venjulega og síðan er hægt að fara undirbúa næsta vinargreiða eða hvaða spillingardæmi sem er. Hann veit líka að hans sauðtryggu áhangendur munu alltaf réttlæta gjörðir hans sama hversu stækur spillingarþefurinn er. Enda þurftum við ekki að bíða lengi eftir útskýringum frá varaformanni flokksins Þórdísi Kolbrúnu þegar hún sagði að Svanhildur Hólm hefði víðtæka reynslu og þetta væri alveg laukrétt ákvörðun. Ég geri ráð fyrir að hefði viðkomandi persóna unnið við að snyrta fisk á frystihúsi þá hefði það verið réttlætt með því að hún hefði víðtæka reynslu í frumatvinnuvegi þjóðarinnar og væri því alveg rétta manneskjan í starfið. Reyndar er rétt að taka það fram að persóna úr þessari starfsgreininni er frekar ólíkleg til að falla inn í klíkusamfélag Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna í fjandanum lætur fólk í íslensku samfélagi bjóða sér þetta aftur og aftur? Getur það verið að þessi hópur fólks sem velur að kjósa þetta yfir sig sé ónæmt fyrir þessum njálg sem ríður yfir samfélagið með reglulegu millibili. Finnst fólki það allt í lagi að fjármálaráðherra í vestrænu lýðræðisríki selji pabba sínum ríkiseignir. Ef það hefði heyrst í fréttum að eitthvert Afríkuríki hefði gert slíkt þá hefði það verið stimplað sem gjörspillt bananasamfélag. Sem vísar auðvita til þess að þarna búi eintómir apar. Getur það verið að þeir sem en fylgja þessum tveimur flokkum að málum eins og tryggir hundar sjái ekkert athugavert við íslenskt samfélag. Getur það verið að þeim finnist það í lagi að búið sé að afhenda örfáum fjölskyldum dýrmætustu auðlind þjóðarinnar til eignar. Jafnvel svo gróflega að þeir geta arfleitt afkomendur sína af sameign þjóðarinnar og það fyrir allra augum. Ef þetta er ekki þjófnaður þá veit ég ekki hvað er þjófnaður. Eftir lestur á bók Þorvaldar Logasonar „Eimreiðarelídan Spillingarsaga.“ rifjast upp fyrir manni öll þessi dæmi um spillingu sem riðið hefur yfir þetta þjóðfélag síðastliðin fjörutíu til fimmtíu ár. Með reglulegu millibili hefur þessi króníski njálgur skollið á þjóðina og staðið yfir í nokkra daga í einu. Í bókinni kemur greinlega fram hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu með sér verðmætum í íslensku samfélagi og hikuðu ekki við að notfæra sér stöðu sína í stjórnmálum í því augnamiði. Það verður sífellt furðulegra að fólk sem er komið til vits og ára skuli en tryggja þessum flokkum atkvæði sitt. En þar til fólk áttar sig og hefur vit til að kasta þessu hagsmunabandalögum á öskuhauga sögunar verðum við hin að klóra okkur reglulega þegar njálgurinn skellur á. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Af og til hefur það komið fyrir í íslensku samfélagi að upp hefur sprottið óværa sem kallaður hefur verið njálgur. Oftast hefur fyrirbæri þetta sprottið upp í skólasamfélaginu og þá aðallega hjá yngstu aldursflokkum. Fyrir þá sem ekki átta sig á hvað ég er að tala um er þarna um að ræða kvikindi sem tekur sér bólfestu á þeim stað í líkamanum þar sem aldrei skín sól og veldur óþolandi kláða. Auðvita er gripið til viðeigandi ráðstafanna til þess að stemma stigu við kvikindinu með því að einangra hópa og nota viðeigandi lyf. Jafnvel eru heilu fjölskyldurnar teknar í meðferð ef ófögnuðurinn hefur borist inn á heimilið. En það er til önnur óværa í íslensku samfélagi sem virkar ekki ósvipað og njálgur. Reyndar þykist ég vita að plága þessi kemur ekki eingöngu fram á þeim stað líkamans þar sem aldrei skín sól, þótt ég viti fullvel að einkennin brjótist líka þar fram hjá sumum. Það er líka að renna upp fyrir mér sú staðreynd að á mínum líftíma sem orðin er nokkuð langur hefur þessi ófögnuður komið nokkuð reglulega upp í okkar samfélagi. Nú síðast braust hann upp á yfirborðið þegar formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi ráðherra utanríkismála skipaði fólk í sendiherrastöður. Enn einu sinni birtist spillinginn í sinni tærustu mynd og það án þess að reynt væri að fela það á nokkurn hátt. Og enn einu sinni braust þessi gamalkunni hneykslunarkláði fram í samfélaginu sem maður kannast svo vel við. Sem sagt sami spillingarþefurinn og fylgt hefur aðallega tveimur stjórnmálaflokkum meira og minna síðastliðinn hundrað ár í Íslensku samfélagi. En, skyldi Bjarni hafa búist við því að upp mundi gjósa hneykslunaralda með tilheyrandi kláða úti í þjóðfélaginu? Já, ég er nokkuð viss um það, því hvað sem hægt er að segja um Bjarna þá er hann ekkert fífl. Og það sem meira er honum virðist vera nokkuð sama, eða ef við orðum þetta kurteislega á íslensku, honum er skítsama. Hann veit sem er að þetta kláðakast ríður yfir í tvo til þrjá daga eins og venjulega og síðan er hægt að fara undirbúa næsta vinargreiða eða hvaða spillingardæmi sem er. Hann veit líka að hans sauðtryggu áhangendur munu alltaf réttlæta gjörðir hans sama hversu stækur spillingarþefurinn er. Enda þurftum við ekki að bíða lengi eftir útskýringum frá varaformanni flokksins Þórdísi Kolbrúnu þegar hún sagði að Svanhildur Hólm hefði víðtæka reynslu og þetta væri alveg laukrétt ákvörðun. Ég geri ráð fyrir að hefði viðkomandi persóna unnið við að snyrta fisk á frystihúsi þá hefði það verið réttlætt með því að hún hefði víðtæka reynslu í frumatvinnuvegi þjóðarinnar og væri því alveg rétta manneskjan í starfið. Reyndar er rétt að taka það fram að persóna úr þessari starfsgreininni er frekar ólíkleg til að falla inn í klíkusamfélag Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna í fjandanum lætur fólk í íslensku samfélagi bjóða sér þetta aftur og aftur? Getur það verið að þessi hópur fólks sem velur að kjósa þetta yfir sig sé ónæmt fyrir þessum njálg sem ríður yfir samfélagið með reglulegu millibili. Finnst fólki það allt í lagi að fjármálaráðherra í vestrænu lýðræðisríki selji pabba sínum ríkiseignir. Ef það hefði heyrst í fréttum að eitthvert Afríkuríki hefði gert slíkt þá hefði það verið stimplað sem gjörspillt bananasamfélag. Sem vísar auðvita til þess að þarna búi eintómir apar. Getur það verið að þeir sem en fylgja þessum tveimur flokkum að málum eins og tryggir hundar sjái ekkert athugavert við íslenskt samfélag. Getur það verið að þeim finnist það í lagi að búið sé að afhenda örfáum fjölskyldum dýrmætustu auðlind þjóðarinnar til eignar. Jafnvel svo gróflega að þeir geta arfleitt afkomendur sína af sameign þjóðarinnar og það fyrir allra augum. Ef þetta er ekki þjófnaður þá veit ég ekki hvað er þjófnaður. Eftir lestur á bók Þorvaldar Logasonar „Eimreiðarelídan Spillingarsaga.“ rifjast upp fyrir manni öll þessi dæmi um spillingu sem riðið hefur yfir þetta þjóðfélag síðastliðin fjörutíu til fimmtíu ár. Með reglulegu millibili hefur þessi króníski njálgur skollið á þjóðina og staðið yfir í nokkra daga í einu. Í bókinni kemur greinlega fram hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu með sér verðmætum í íslensku samfélagi og hikuðu ekki við að notfæra sér stöðu sína í stjórnmálum í því augnamiði. Það verður sífellt furðulegra að fólk sem er komið til vits og ára skuli en tryggja þessum flokkum atkvæði sitt. En þar til fólk áttar sig og hefur vit til að kasta þessu hagsmunabandalögum á öskuhauga sögunar verðum við hin að klóra okkur reglulega þegar njálgurinn skellur á. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun