Óboðinn í jarðarför fjölskyldumeðlims og var tilkynntur til lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 4. janúar 2024 13:28 Atvik málsins hverfast um jarðarför konu, en maðurinn sem kærði málið var bundinn henni fjölskylduböndum. Getty Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að embætti ríkislögreglustjóra beri að veita manni aðgang að afriti símtals til neyðarlínunnar. Fyrir liggur að maðurinn er viðfang símtalsins, en í úrskurðinum kemur fram að hann hafi mætt óboðinn í jarðarför og dóttir hinnar látnu hafi tilkynnt hann til lögreglu vegna þess. Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar eða hvenær atvikið átti sér stað, nema að konan hafi hringt í neyðarlínuna klukkan 16:36. Konan óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna kveðjuathafnar móður sinnar. Svo virðist sem hún hafi óskað eftir íhlutun lögreglunnar vegna mannsins, sem tengdist hinni látnu fjölskylduböndum. Lögregluna bar að garði og ræddi við manninn, og svo virðist vera sem hann hafi samþykkt að vera ekki viðstaddur athöfnina. Maðurinn óskaði síðan eftir því að fá upptöku eða nákvæmt afrit af símtalinu. Hann sagði mikilvægt fyrir sig að fá gögnin, og taldi sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hefðu afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti. Þá vildi hann geta lagt mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi konunnar og komið eins og skot eftir til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fram kemur að fyrir liggi að dóttir hinnar látnu hafi hringt símtalið og að málið varði því ekki uppljóstrun á því hver hringdi. Ríkislögreglustjóri sagði í umsögn sinni um málið að þó að maðurinn hefði hagsmuni umfram aðra um aðgang að gögnunum, þá vægju hagsmunir dótturinnar og hinnar látnu meira. Úrskurðarnefnd upplýsingamála komst þó að gagnstæðri niðurstöðu, að hagsmunir mannsins vægju meira. Hann ætti rétt á því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Dómsmál Trúmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar eða hvenær atvikið átti sér stað, nema að konan hafi hringt í neyðarlínuna klukkan 16:36. Konan óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna kveðjuathafnar móður sinnar. Svo virðist sem hún hafi óskað eftir íhlutun lögreglunnar vegna mannsins, sem tengdist hinni látnu fjölskylduböndum. Lögregluna bar að garði og ræddi við manninn, og svo virðist vera sem hann hafi samþykkt að vera ekki viðstaddur athöfnina. Maðurinn óskaði síðan eftir því að fá upptöku eða nákvæmt afrit af símtalinu. Hann sagði mikilvægt fyrir sig að fá gögnin, og taldi sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hefðu afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti. Þá vildi hann geta lagt mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi konunnar og komið eins og skot eftir til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fram kemur að fyrir liggi að dóttir hinnar látnu hafi hringt símtalið og að málið varði því ekki uppljóstrun á því hver hringdi. Ríkislögreglustjóri sagði í umsögn sinni um málið að þó að maðurinn hefði hagsmuni umfram aðra um aðgang að gögnunum, þá vægju hagsmunir dótturinnar og hinnar látnu meira. Úrskurðarnefnd upplýsingamála komst þó að gagnstæðri niðurstöðu, að hagsmunir mannsins vægju meira. Hann ætti rétt á því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til.
Dómsmál Trúmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira