Ráðherra eigi að vita betur en að kalla ákvörðunina óskiljanlega Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 12:08 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir ákvörðun lífeyrissjóða um að fella ekki niður vexti og verðbætur Grindvíkinga óskiljanlega. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að ráðherra eigi að vita betur. Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira