Ráðherra eigi að vita betur en að kalla ákvörðunina óskiljanlega Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 12:08 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir ákvörðun lífeyrissjóða um að fella ekki niður vexti og verðbætur Grindvíkinga óskiljanlega. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að ráðherra eigi að vita betur. Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira