Skipulagðar gönguferðir slá í gegn á nýju ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2024 13:30 Guðrún Svava gekk fyrsta legg leiðarinnar í desember með nokkrum vinum sínum í dásamlega fallegu veðri. Guðrún Svava Viðarsdóttir Mikill áhugi er fyrir allskonar skipulögðum gönguferðum um landið nú í upphafi árs. Ein af göngunum er raðganga í þremur hlutum á milli vita þar sem Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn koma við sögu. Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð
Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira