Lítil breyting er sögð vera á stöðunni. Um 140 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum í dag, allt smá skjálftar og var sá stærsti 1,1 að stærð. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið gaumgæfilega allan sólarhringinn og er í beinu sambandi við almannavarnir um stöðu mála.
Enn mælist landris við Svartsengi
Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Enn mælist landris við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga samkvæmt GPS gögnum Veðurstofunnar.