Þjóðarsátt – um hvað og fyrir hverja? Þórarinn Eyfjörð skrifar 8. janúar 2024 06:00 Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun