Myndi sleppa baráttunni ef vonin væri ekki til staðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 14:01 Frá Austurvelli. Þar hafa aðgerðasinnar komið upp einu stóru tjaldi, auk mörgum minni sem þeir hafa gist í. Á fjórða tug aðgerðasinna gistu í tjöldum á Austurvelli í nótt, til að ítreka kröfu Palestínumanna hér á landi um að stjórnvöld láti fjölskyldusameiningar, sem þegar hafa verið samþykktar, verða að veruleika. Ein þeirra sem gisti á Austurvelli í nótt var Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Hún segir nóttina hafa verið góða. „Auðvitað er þetta kannski furðulegast staður sem maður hefur tjaldað á. En það var rosalega góð stemning, mikið af fólki í þessu stóra tjaldi fram eftir í samstöðu og samhug, og margir að tjalda. Ég myndi segja að þetta hafi að einhverju leyti verið mjög vel heppnað,“ segir Salvör. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Mikill samhugur hafi verið í fólki, og fjöldi fólks hafi lagt leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu og koma stuðningi sínum til skila. Áhugi ráðamanna lítill Tveir Palestínumenn hafa gist á Austurvelli í ellefu nætur, til að ítreka kröfur um fjölskyldusameiningu, sem þegar hafi verið samþykktar, við stjórnvöld. Salvör segir stjórnvöld sýnast hafa lítinn áhuga á málinu. „Það hefur verið sent opinbert boð frá félaginu Íslandi - Palestínu, Solaris og No Borders um fund með Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Hann hefur ekkert svarað því.“ Baráttuandinn muni þó ekki lognast út af. „Ég er alltaf vongóð, því annars myndi maður ekki vera að gera þetta. Ef maður hefði enga von þá myndi maður bara sleppa því að vera að berjast.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. 7. janúar 2024 09:59 „Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. 6. janúar 2024 21:01 Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. 6. janúar 2024 12:24 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki forsvaranleg fjárhagslega Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Ein þeirra sem gisti á Austurvelli í nótt var Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Hún segir nóttina hafa verið góða. „Auðvitað er þetta kannski furðulegast staður sem maður hefur tjaldað á. En það var rosalega góð stemning, mikið af fólki í þessu stóra tjaldi fram eftir í samstöðu og samhug, og margir að tjalda. Ég myndi segja að þetta hafi að einhverju leyti verið mjög vel heppnað,“ segir Salvör. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Mikill samhugur hafi verið í fólki, og fjöldi fólks hafi lagt leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu og koma stuðningi sínum til skila. Áhugi ráðamanna lítill Tveir Palestínumenn hafa gist á Austurvelli í ellefu nætur, til að ítreka kröfur um fjölskyldusameiningu, sem þegar hafi verið samþykktar, við stjórnvöld. Salvör segir stjórnvöld sýnast hafa lítinn áhuga á málinu. „Það hefur verið sent opinbert boð frá félaginu Íslandi - Palestínu, Solaris og No Borders um fund með Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Hann hefur ekkert svarað því.“ Baráttuandinn muni þó ekki lognast út af. „Ég er alltaf vongóð, því annars myndi maður ekki vera að gera þetta. Ef maður hefði enga von þá myndi maður bara sleppa því að vera að berjast.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. 7. janúar 2024 09:59 „Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. 6. janúar 2024 21:01 Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. 6. janúar 2024 12:24 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki forsvaranleg fjárhagslega Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. 7. janúar 2024 09:59
„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. 6. janúar 2024 21:01
Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. 6. janúar 2024 12:24