Ísland gegn þjóðarmorði Lea María Lemarquis og Ingólfur Gíslason skrifa 9. janúar 2024 06:00 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun