Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 15:25 Frá jarðarför Wissam Tawil í Líbanon í dag. Hann var felldur í loftárás í gær. AP/Hussein Malla Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41
Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14