Nýr veruleiki blasir við nemendum vestur í bæ Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2024 17:21 Ómar Örn segir að skólayfirvöldum hafi í gær borist ábending um eitt tilvik, þar sem nemandi við skólann seldi níðingi myndir, ekki af sér heldur öðrum. Þetta er nýr veruleiki sem við blasir. Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla segir að skólayfirvöld hafi fengið upplýsingar í gær um eitt tilvik þar sem nemandi villti á sér heimildir og seldi barnaníðingi falskar myndir af sér. Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“ Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“
Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira