Kílómetragjald á landsbyggðina? Guðbrandur Einarsson skrifar 12. janúar 2024 07:00 Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Borgar sig að keyra á rafmagni? Það er misræmi falið í því að á sama tíma og ríkisstjórnin hefur sett umtalsverða fjárhagslega hvata til að ýta undir orkuskipti þá talar hún núna um það hvað skatttekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað mikið. Auðvitað voru þessi áhrif hvatanna á tekjur ríkisins fyrirséð frá upphafi og áttu ekki að koma nokkrum á óvart. Í frumvarpinu gerði ríkisstjórnin lítið úr þætti samgangna í mengandi losun. Samfélagslegur ábati þess að halda orkuskiptum áfram af krafti er nefnilega gífurlegur. Hún hélt því líka fram að rekstrarkostnaður hreinorku- og tenglitvinnbifreiða verði áfram lægri en annarra þrátt fyrir breytingarnar en þar er ekki tekið tillit til þess að hreinorkubílar eru oftast dýrari en sambærilegar bifreiðar af sama stærðarflokki. Þannig er ekki víst að það muni áfram borga sig að vera á rafmagns- eða tvinnbíl. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi misst sjónar á stóru myndinni. Samfélagslegur ábati af orkuskiptum er líklega mun meiri en þær tekjur sem ríkissjóður hefur orðið af vegna þess að sömu gjöld hafi ekki verið lögð á umhverfisvæn ökutæki. Þessar nýju skattaálögur á hreinorkubifreiðar geta dregið úr hvata almennings til að fjárfesta í þeim en það geti leitt til þess að greiða þurfi meira fyrir loftlagskvóta til að standa við Kyoto-bókunina frá 2005. Betra hefði verið að fjármagn rynni til almennings í gegnum ívilnanir frekar en að greiða fyrir loftslagskvóta. Landsbyggðin borgar Hin nýja gjaldtaka getur einnig verið afar íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem þurfa vegna búsetu sinnar, þjónustuþarfar, vinnu eða annars að aka langar vegalengdir. Til dæmis má gera ráð fyrir að einstaklingur sem býr á Akranesi en sækir vinnu í Reykjavík aki um 25.000 km á ári eingöngu til og frá vinnu og er þá ótalinn annar akstur. Stór hluti landsmanna þarf að ferðast langar vegalengdir og er háður því að nota einkabifreið til þess að fara leiðar sinnar. Þrátt fyrir aðvörunarorð Byggðastofnunar fyrir fjárlagafrumvarpið haustið 2022 um að gæta þyrfti að áhrifum kílómetragjalds var ekkert litið til þess við gerð frumvarpsins eða lagasetningarinnar. Þessi lagasetning hefur sérstaklega áhrif á þá sem búa á landsbyggðinni og má því telja skattlagningu sem beint er gegn þeim. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvers vegna ríkisstjórnin beinir aukinni skattheimtu að þessum hópi landsmanna. Í mörg ár hafa margir þeirra þurft að greiða margfalt meira í skatt vegna eldsneytisnotkunar heldur en aðrir sem nota bifreiðar minna. Til hliðsjónar má nefna að í Danmörku og Noregi er brugðist við þessu ójafnræði með skattafrádrætti þeirra sem þurfa að ferðast langt til vinnu. Sú kerfisbreyting að íbúar landsins séu látnir greiða meira eftir því sem þeir aki meira, þó það sé á hreinorkubílum, er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við blómlegar byggðir í landinu. Það sem eftir situr er að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hraða í gegn lögum án þess að taka nokkuð tillit til athugasemda eða þeirra samfélagslegu áhrifa sem þau hafa á landsmenn. Þetta allt er birtingarmynd staðfestingarskekkju sem er sú tilhneiging að sækja í rök sem samrýmast eigin skoðunum og hunsa á sama tíma allt sem farið gæti gegn þeim. Einhvern veginn hélt ég að eftir hrunið værum við bólusett til lengri tíma gegn þessari tilhneigingu, sér í lagi eftir alla þá gagnrýni sem þá átti sér stað um hvernig vinnubrögð stjórnvalda ættu að vera. Miklu einfaldari leið við skattheimtu hefði verið að gæta jafnræðis allra íbúa landsins með ákvörðun um greiðslu tiltekins gjalds á allar bifreiðar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Vistvænir bílar Bílar Byggðamál Samgöngur Viðreisn Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Borgar sig að keyra á rafmagni? Það er misræmi falið í því að á sama tíma og ríkisstjórnin hefur sett umtalsverða fjárhagslega hvata til að ýta undir orkuskipti þá talar hún núna um það hvað skatttekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað mikið. Auðvitað voru þessi áhrif hvatanna á tekjur ríkisins fyrirséð frá upphafi og áttu ekki að koma nokkrum á óvart. Í frumvarpinu gerði ríkisstjórnin lítið úr þætti samgangna í mengandi losun. Samfélagslegur ábati þess að halda orkuskiptum áfram af krafti er nefnilega gífurlegur. Hún hélt því líka fram að rekstrarkostnaður hreinorku- og tenglitvinnbifreiða verði áfram lægri en annarra þrátt fyrir breytingarnar en þar er ekki tekið tillit til þess að hreinorkubílar eru oftast dýrari en sambærilegar bifreiðar af sama stærðarflokki. Þannig er ekki víst að það muni áfram borga sig að vera á rafmagns- eða tvinnbíl. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi misst sjónar á stóru myndinni. Samfélagslegur ábati af orkuskiptum er líklega mun meiri en þær tekjur sem ríkissjóður hefur orðið af vegna þess að sömu gjöld hafi ekki verið lögð á umhverfisvæn ökutæki. Þessar nýju skattaálögur á hreinorkubifreiðar geta dregið úr hvata almennings til að fjárfesta í þeim en það geti leitt til þess að greiða þurfi meira fyrir loftlagskvóta til að standa við Kyoto-bókunina frá 2005. Betra hefði verið að fjármagn rynni til almennings í gegnum ívilnanir frekar en að greiða fyrir loftslagskvóta. Landsbyggðin borgar Hin nýja gjaldtaka getur einnig verið afar íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem þurfa vegna búsetu sinnar, þjónustuþarfar, vinnu eða annars að aka langar vegalengdir. Til dæmis má gera ráð fyrir að einstaklingur sem býr á Akranesi en sækir vinnu í Reykjavík aki um 25.000 km á ári eingöngu til og frá vinnu og er þá ótalinn annar akstur. Stór hluti landsmanna þarf að ferðast langar vegalengdir og er háður því að nota einkabifreið til þess að fara leiðar sinnar. Þrátt fyrir aðvörunarorð Byggðastofnunar fyrir fjárlagafrumvarpið haustið 2022 um að gæta þyrfti að áhrifum kílómetragjalds var ekkert litið til þess við gerð frumvarpsins eða lagasetningarinnar. Þessi lagasetning hefur sérstaklega áhrif á þá sem búa á landsbyggðinni og má því telja skattlagningu sem beint er gegn þeim. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvers vegna ríkisstjórnin beinir aukinni skattheimtu að þessum hópi landsmanna. Í mörg ár hafa margir þeirra þurft að greiða margfalt meira í skatt vegna eldsneytisnotkunar heldur en aðrir sem nota bifreiðar minna. Til hliðsjónar má nefna að í Danmörku og Noregi er brugðist við þessu ójafnræði með skattafrádrætti þeirra sem þurfa að ferðast langt til vinnu. Sú kerfisbreyting að íbúar landsins séu látnir greiða meira eftir því sem þeir aki meira, þó það sé á hreinorkubílum, er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við blómlegar byggðir í landinu. Það sem eftir situr er að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hraða í gegn lögum án þess að taka nokkuð tillit til athugasemda eða þeirra samfélagslegu áhrifa sem þau hafa á landsmenn. Þetta allt er birtingarmynd staðfestingarskekkju sem er sú tilhneiging að sækja í rök sem samrýmast eigin skoðunum og hunsa á sama tíma allt sem farið gæti gegn þeim. Einhvern veginn hélt ég að eftir hrunið værum við bólusett til lengri tíma gegn þessari tilhneigingu, sér í lagi eftir alla þá gagnrýni sem þá átti sér stað um hvernig vinnubrögð stjórnvalda ættu að vera. Miklu einfaldari leið við skattheimtu hefði verið að gæta jafnræðis allra íbúa landsins með ákvörðun um greiðslu tiltekins gjalds á allar bifreiðar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun