Ellefu metra há rennibraut á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2024 20:31 Sigfús Ingi (t.v.) og Ingvar Páll, sem eru mjög spenntir eins og aðrir íbúar í Skagafirði fyrir nýja sundlaugarsvæðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er á meðal íbúa í Skagafirði en nú styttist óðum í að nýtt afþreyingarsvæði við sundlaugina á Sauðárkróki opni þar sem nokkrar rennibrautir verða, meðal annars einn elleftu metra há. Núverandi sundlaug er komin til ára sinna en hún er í grunninn 70 ára gömul. Sundkennsla fer fram í útilaug og svo eru pottar og þess háttar sem tilheyrir sundlaugum dagsins í dag. Nú er hins vegar stórir hlutir að gerast því það er verið að byggja nýtt og glæsilegt mannvirki við hlið núverandi laugar. „Þetta er nú aðallega afþreyingarsvæði fyrir börn og fullorðna, svona huggulegarheitasvæði eins og maður segir. Hér á til dæmis að rísa 11 metra hár rennibrautaturn og við verðum með einhverjar þrjár til fjórar rennibrautir, kennslulaug, nuddpotta og kaldan pott, viðbót við þá potta, sem við erum með fyrir og laugakar, þannig að þetta er ansi mikil viðbót,” segir Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu og framkvæmdasviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Ég hef fulla trúa á því að þetta verður alveg stórglæsilegt. Þegar þessi turn verður komin verður þetta mikið kennileiti,” bætir Ingvar Páll við. Nýja svæðið er við hlið núverandi útilaugar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sveitarstjórinn er mjög spenntur eins og allir íbúar í Skagafirði fyrir nýja laugarsvæðinu. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu og eins og þú sérð, þetta er bara glæsileg framkvæmd, sem við hlökkum til að taka í notkun,” segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði. En kostnaðurinn, hver verður hann? „Já, þetta kostar talsvert. Ætli við gætum ekki verið að tala um allt í allt frá upphafi til enda, þar sem við erum að taka gömlu laugina og gömlu bygginguna algjörlega í gegn, þetta geta verið svona fjórtán hundruð milljónir,” segir Sigfús Ingi. Sigfús Ingi segist vona að íbúar og gestir svæðisins þurfi ekki að bíða mjög lengi í viðbót eftir því að nýja sundlaugasvæðið verði opnað þó hann vilji ekki nefna neinn mánuð né dagsetningu í því sambandi. Nýtt og glæsilegt sundlaugarmannvirki er nú í byggingu á Sauðárkróki sem lítur svona út á teikningu.Aðsend Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Núverandi sundlaug er komin til ára sinna en hún er í grunninn 70 ára gömul. Sundkennsla fer fram í útilaug og svo eru pottar og þess háttar sem tilheyrir sundlaugum dagsins í dag. Nú er hins vegar stórir hlutir að gerast því það er verið að byggja nýtt og glæsilegt mannvirki við hlið núverandi laugar. „Þetta er nú aðallega afþreyingarsvæði fyrir börn og fullorðna, svona huggulegarheitasvæði eins og maður segir. Hér á til dæmis að rísa 11 metra hár rennibrautaturn og við verðum með einhverjar þrjár til fjórar rennibrautir, kennslulaug, nuddpotta og kaldan pott, viðbót við þá potta, sem við erum með fyrir og laugakar, þannig að þetta er ansi mikil viðbót,” segir Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu og framkvæmdasviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Ég hef fulla trúa á því að þetta verður alveg stórglæsilegt. Þegar þessi turn verður komin verður þetta mikið kennileiti,” bætir Ingvar Páll við. Nýja svæðið er við hlið núverandi útilaugar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sveitarstjórinn er mjög spenntur eins og allir íbúar í Skagafirði fyrir nýja laugarsvæðinu. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu og eins og þú sérð, þetta er bara glæsileg framkvæmd, sem við hlökkum til að taka í notkun,” segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði. En kostnaðurinn, hver verður hann? „Já, þetta kostar talsvert. Ætli við gætum ekki verið að tala um allt í allt frá upphafi til enda, þar sem við erum að taka gömlu laugina og gömlu bygginguna algjörlega í gegn, þetta geta verið svona fjórtán hundruð milljónir,” segir Sigfús Ingi. Sigfús Ingi segist vona að íbúar og gestir svæðisins þurfi ekki að bíða mjög lengi í viðbót eftir því að nýja sundlaugasvæðið verði opnað þó hann vilji ekki nefna neinn mánuð né dagsetningu í því sambandi. Nýtt og glæsilegt sundlaugarmannvirki er nú í byggingu á Sauðárkróki sem lítur svona út á teikningu.Aðsend
Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira