„Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2024 23:07 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira