„Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 14:20 Jodie Foster og Jimmy Kimmel í þætti Kimmels í gær. Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi. Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi.
Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34