Hafnarfjörður mun endurskoða gjaldskrár Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 11. janúar 2024 08:00 Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. Kjarasamningsviðræður lofa góðu ef marka má upphaf þeirra og yfirlýsingar forystufólks Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga um sameiginlegan vilja til að ná niður vöxtum og verðbólgu, sem er hin eina sanna kjarabót heimila og fyrirtækja. Náist skynsamlegir samningar á almenna vinnumarkaðinum þá þarf opinberi vinnumarkaðurinn, ríki og sveitarfélög og samningsaðilar þeirra, að fylgja í kjölfarið. Einungis þannig næst svokölluð þjóðarsátt. Þótt þær samningaviðræður séu ekki hafnar hefur verið kallað eftir því að sveitarfélögin hækki gjaldskrár umtalsvert minna en ráðgert er í nýsamþykktum fjárhagsáætlunum þeirra. Sveitarfélögin ákveða sínar gjaldskrár hvert fyrir sig. Sum þeirra hækka oftar gjaldskrár sínar en um áramót. Má þar til dæmis nefna Reykjavík. Þess vegna segir samanburður á gjaldskrárhækkunum um áramót ekki alla söguna. Réttara væri að bera saman gjaldskrárhækkanir á ársgrundvelli. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að hækka gjaldskrár sínar um 9.9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir nýliðins árs og væntanlegri verðbólgu þessa árs. Margir þjónustusamningar voru endurnýjaðir á síðastliðnu ári sem leiddi til hækkunar á útgjöldum bæjarins. Þá standa einnig fyrir dyrum fleiri stór útboð á komandi vikum og mánuðum. Vegna mikillar verðbólgu undanfarin tvö ár er viðbúið að verð í þeim útboðum muni hækka. Með gjaldskrárhækkuninni um áramótin er því að hluta til verið að bregðast við því. Þróun verðlags og launakostnaðar veldur því jafnframt að kostnaðarhlutdeild bæjarins á móti notendum þjónustu er almennt að aukast þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir. Þá er samsetning leikskólagjalda að breytast umtalsvert og gjöldin að lækka svo um munar frá því sem nú er hjá stórum hópi notenda þjónustunnar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 4. desember síðastliðinn var það skýrt tekið fram og bókað í fundargerð að komið geti til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Hafnarfjarðarbær var því eitt fyrsta sveitarfélag landsins til að lýsa því formlega yfir að vera tilbúið til endurskoðunar og breytinga á gjaldskrá. Við það loforð munum við standa. En þangað til er það óábyrgt að afsala sér fyrirfram tekjum sem eiga að standa undir kostnaði við þjónustu sveitarfélagsins. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. Kjarasamningsviðræður lofa góðu ef marka má upphaf þeirra og yfirlýsingar forystufólks Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga um sameiginlegan vilja til að ná niður vöxtum og verðbólgu, sem er hin eina sanna kjarabót heimila og fyrirtækja. Náist skynsamlegir samningar á almenna vinnumarkaðinum þá þarf opinberi vinnumarkaðurinn, ríki og sveitarfélög og samningsaðilar þeirra, að fylgja í kjölfarið. Einungis þannig næst svokölluð þjóðarsátt. Þótt þær samningaviðræður séu ekki hafnar hefur verið kallað eftir því að sveitarfélögin hækki gjaldskrár umtalsvert minna en ráðgert er í nýsamþykktum fjárhagsáætlunum þeirra. Sveitarfélögin ákveða sínar gjaldskrár hvert fyrir sig. Sum þeirra hækka oftar gjaldskrár sínar en um áramót. Má þar til dæmis nefna Reykjavík. Þess vegna segir samanburður á gjaldskrárhækkunum um áramót ekki alla söguna. Réttara væri að bera saman gjaldskrárhækkanir á ársgrundvelli. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að hækka gjaldskrár sínar um 9.9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir nýliðins árs og væntanlegri verðbólgu þessa árs. Margir þjónustusamningar voru endurnýjaðir á síðastliðnu ári sem leiddi til hækkunar á útgjöldum bæjarins. Þá standa einnig fyrir dyrum fleiri stór útboð á komandi vikum og mánuðum. Vegna mikillar verðbólgu undanfarin tvö ár er viðbúið að verð í þeim útboðum muni hækka. Með gjaldskrárhækkuninni um áramótin er því að hluta til verið að bregðast við því. Þróun verðlags og launakostnaðar veldur því jafnframt að kostnaðarhlutdeild bæjarins á móti notendum þjónustu er almennt að aukast þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir. Þá er samsetning leikskólagjalda að breytast umtalsvert og gjöldin að lækka svo um munar frá því sem nú er hjá stórum hópi notenda þjónustunnar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 4. desember síðastliðinn var það skýrt tekið fram og bókað í fundargerð að komið geti til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Hafnarfjarðarbær var því eitt fyrsta sveitarfélag landsins til að lýsa því formlega yfir að vera tilbúið til endurskoðunar og breytinga á gjaldskrá. Við það loforð munum við standa. En þangað til er það óábyrgt að afsala sér fyrirfram tekjum sem eiga að standa undir kostnaði við þjónustu sveitarfélagsins. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar