Rjúfa verður vítahringinn í húsnæðismálum Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. janúar 2024 13:01 Enn syrtir í álinn í húsnæðismálum landsmanna. Í Morgunblaðinu (fimmtudag 11. janúar) er sagt frá nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins (SI) gerðu meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sem leiðir í ljós að þeir gera ráð fyrir 30% samdrætti í íbúðabyggingum næstu misserin. Nánar tiltekið reikna stjórnendur verktakafyrirtækja með því að hefja byggingu 700 íbúða á næstu 12 mánuðum borið saman við um 1.000 íbúðir sem verið hafa í byggingu síðustu 12 mánuðina. Í fréttinni kemur einnig fram að sömu aðilar spáðu 65% samdrætti í búðabyggingum í mars í fyrra. Samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í október 2023 raungerðist þessi spá; samdrátturinn nam 68%. Með öðrum orðum; vandinn dýpkar og eykst að umfangi. Með hverju misseri færumst við fjær því að ná að byggja þær 5.000 íbúðir sem byggja þarf á ári hverju á næstu árum til að koma til móts við þörfina samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þekktir áhrifaþættir Helstu áhrifaþættir í þessari óheillaþróun eru vel þekktir; hár fjármagnskostnaður og lóðaskortur. Þá er ónefnd mikil fjölgun landsmanna sem að stórum hluta kemur til vegna þarfa fyrirtækja fyrir vinnuafl. Viðlíka fólksfjölgun er vandfundin í okkar heimshluta. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru innflytjendur á Íslandi 71.424, eða 18,4% mannfjöldans 1. janúar 2023. Hafði þeim þá fjölgað um 10.000 manns á einu ári. Einhvers staðar verður þetta ágæta fólk að búa. Ráðaleysi stjórnvalda Þetta eru ekki ný og áður óþekkt sannindi. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn reynst gjörsamlega ófær um að bregðast við þessari áskorun. Þrátt fyrir glærusýningar um áformaðar íbúðabyggingar og myndatökur við öll möguleg tækifæri versnar ástandið stöðugt. Afleiðingarnar þekkjum við öll; skorturinn framkallar himinhátt húsnæðisverð sem kemur illa við almennt launafólk og verst niður á ungu fólki og fólki í lægstu tekjuhópum. Vítahringur vaxta og framboðs Vonir standa til þess að verðbólga og þar með vextir fari lækkandi á árinu 2024. Hagstofa Íslands, Seðlabanki og fjármálastofnanir gera ráð fyrir töluverðri lækkun verðbólgu. Þar með glæðast vonir um að Seðlabankinn geti hafið lækkunarferli vaxta. Það væri vitanlega jákvæð þróun. Hitt ætti fólk að hafa í huga að vaxtalækkanir í framboðskreppu eru líklegar til að dýpka hana enn frekar þar sem ætla má að eftirspurn aukist að því skapi. Þannig er sú hætta fyrir hendi að lækkun verðbólgu og vaxta stuðli að enn meiri hækkun húsnæðisverðs sem aftur nærir verðbólguvísitöluna og vinnur þar með gegn sjálfu markmiðinu. Gerist þetta hefur stjórnmálunum tekist að koma á eins konar samfélagslegum vítahring. Aukið framboð og stuðningur Ljóst er að fara þurfa saman opinberar stuðningsaðgerðir við kaupendur fyrstu íbúðar og láglaunafólk og aukið framboð lóða undir íbúðahúsnæði. Það er rannsóknarefni hversu illa ríkisvaldi og sveitarstjórnarstigi hefur tekist að stilla saman strengi í því skyni að tryggja aukið framboð húsnæðis. Segja má að árum saman hafi þessi tvö stjórnsýslustig sameinast um að gera það lítið að íbúðaframleiðsla hefur ekki fullnægt náttúrulegri fjölgun þjóðar, hvað þá að auka í til að taka á móti fjölgun aðfluttra. Því hefur vandinn vaxið ár fyrir ár allt frá 2016. Þetta ástand er með öllu ólíðandi. Róttækra aðgerða er þörf Ef til vill er tímabært að stækka möguleg byggingarsvæði umhverfis Reykjavík og nágrannasveitarfélögin í því skyni að auka lóðaframboð. Ef til vill gæti Reykjavíkurborg innkallað lóðir. Við blasir að þörf er á róttækum aðgerðum ef takast á að létta þrýstingi af húsnæðismarkaði. Eðlilegt er að horfa til Bjargs og Blævar, óhagnaðardrifinna íbúðafélaga í eigu BSRB og Alþýðusambands Íslands, sem náð hafa eftirtektarverðum árangri við að byggja íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir launafólk. Velferð og mannréttindi Verkalýðshreyfingin er mikilvægasta afl framfara og breytinga á Íslandi. Hún uppfyllir ekki verkefni sín og skyldur láti hún sig ekki svo stórt samfélagsmál varða. Á vettvangi Alþýðusambandsins hafa verið unnar tillögur m.a. um bráða-aðgerðir og grunn að nýju húsnæðislánakerfi. Ljóst er að takist ekki að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á mun enn vaxa sá fjöldi Íslendinga sem ekki fær notið þeirra mannréttinda að eiga kost á góðu og öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Um leið munu yfirlýsingar stjórnmálafólks á tyllidögum enn rýrna að innihaldi sem og tilkall til að Ísland geti talist velferðarsamfélag allra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Enn syrtir í álinn í húsnæðismálum landsmanna. Í Morgunblaðinu (fimmtudag 11. janúar) er sagt frá nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins (SI) gerðu meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sem leiðir í ljós að þeir gera ráð fyrir 30% samdrætti í íbúðabyggingum næstu misserin. Nánar tiltekið reikna stjórnendur verktakafyrirtækja með því að hefja byggingu 700 íbúða á næstu 12 mánuðum borið saman við um 1.000 íbúðir sem verið hafa í byggingu síðustu 12 mánuðina. Í fréttinni kemur einnig fram að sömu aðilar spáðu 65% samdrætti í búðabyggingum í mars í fyrra. Samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í október 2023 raungerðist þessi spá; samdrátturinn nam 68%. Með öðrum orðum; vandinn dýpkar og eykst að umfangi. Með hverju misseri færumst við fjær því að ná að byggja þær 5.000 íbúðir sem byggja þarf á ári hverju á næstu árum til að koma til móts við þörfina samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þekktir áhrifaþættir Helstu áhrifaþættir í þessari óheillaþróun eru vel þekktir; hár fjármagnskostnaður og lóðaskortur. Þá er ónefnd mikil fjölgun landsmanna sem að stórum hluta kemur til vegna þarfa fyrirtækja fyrir vinnuafl. Viðlíka fólksfjölgun er vandfundin í okkar heimshluta. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru innflytjendur á Íslandi 71.424, eða 18,4% mannfjöldans 1. janúar 2023. Hafði þeim þá fjölgað um 10.000 manns á einu ári. Einhvers staðar verður þetta ágæta fólk að búa. Ráðaleysi stjórnvalda Þetta eru ekki ný og áður óþekkt sannindi. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn reynst gjörsamlega ófær um að bregðast við þessari áskorun. Þrátt fyrir glærusýningar um áformaðar íbúðabyggingar og myndatökur við öll möguleg tækifæri versnar ástandið stöðugt. Afleiðingarnar þekkjum við öll; skorturinn framkallar himinhátt húsnæðisverð sem kemur illa við almennt launafólk og verst niður á ungu fólki og fólki í lægstu tekjuhópum. Vítahringur vaxta og framboðs Vonir standa til þess að verðbólga og þar með vextir fari lækkandi á árinu 2024. Hagstofa Íslands, Seðlabanki og fjármálastofnanir gera ráð fyrir töluverðri lækkun verðbólgu. Þar með glæðast vonir um að Seðlabankinn geti hafið lækkunarferli vaxta. Það væri vitanlega jákvæð þróun. Hitt ætti fólk að hafa í huga að vaxtalækkanir í framboðskreppu eru líklegar til að dýpka hana enn frekar þar sem ætla má að eftirspurn aukist að því skapi. Þannig er sú hætta fyrir hendi að lækkun verðbólgu og vaxta stuðli að enn meiri hækkun húsnæðisverðs sem aftur nærir verðbólguvísitöluna og vinnur þar með gegn sjálfu markmiðinu. Gerist þetta hefur stjórnmálunum tekist að koma á eins konar samfélagslegum vítahring. Aukið framboð og stuðningur Ljóst er að fara þurfa saman opinberar stuðningsaðgerðir við kaupendur fyrstu íbúðar og láglaunafólk og aukið framboð lóða undir íbúðahúsnæði. Það er rannsóknarefni hversu illa ríkisvaldi og sveitarstjórnarstigi hefur tekist að stilla saman strengi í því skyni að tryggja aukið framboð húsnæðis. Segja má að árum saman hafi þessi tvö stjórnsýslustig sameinast um að gera það lítið að íbúðaframleiðsla hefur ekki fullnægt náttúrulegri fjölgun þjóðar, hvað þá að auka í til að taka á móti fjölgun aðfluttra. Því hefur vandinn vaxið ár fyrir ár allt frá 2016. Þetta ástand er með öllu ólíðandi. Róttækra aðgerða er þörf Ef til vill er tímabært að stækka möguleg byggingarsvæði umhverfis Reykjavík og nágrannasveitarfélögin í því skyni að auka lóðaframboð. Ef til vill gæti Reykjavíkurborg innkallað lóðir. Við blasir að þörf er á róttækum aðgerðum ef takast á að létta þrýstingi af húsnæðismarkaði. Eðlilegt er að horfa til Bjargs og Blævar, óhagnaðardrifinna íbúðafélaga í eigu BSRB og Alþýðusambands Íslands, sem náð hafa eftirtektarverðum árangri við að byggja íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir launafólk. Velferð og mannréttindi Verkalýðshreyfingin er mikilvægasta afl framfara og breytinga á Íslandi. Hún uppfyllir ekki verkefni sín og skyldur láti hún sig ekki svo stórt samfélagsmál varða. Á vettvangi Alþýðusambandsins hafa verið unnar tillögur m.a. um bráða-aðgerðir og grunn að nýju húsnæðislánakerfi. Ljóst er að takist ekki að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á mun enn vaxa sá fjöldi Íslendinga sem ekki fær notið þeirra mannréttinda að eiga kost á góðu og öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Um leið munu yfirlýsingar stjórnmálafólks á tyllidögum enn rýrna að innihaldi sem og tilkall til að Ísland geti talist velferðarsamfélag allra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun