Enn líkur á eldgosi og von á nýju hættumatskorti í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 13:51 Áhrif meiri skjálftavirkni myndi gæta bæði í Svartsengi og í Grindavík. Enn rís land við Svartsengi vegna kvikusöfnunar. Vísir/Vilhelm Áfram mælist landris við Svartsengi vegna kvikusöfnunar sem getur leitt til eldgoss. Enn er líklegast að ef til eldgoss komi gjósi á svipuðum slóðum og í desember á síðasta ári. Eldgos getur hafist með litlum fyrirvara. Nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og þróun atburðarásarinnar síðustu daga er í vinnslu hjá Veðurstofunni og verður gefið út síðar í dag. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt um aðstæður við Svartsengi og Sundhnjúkgsgígaröðinni á vef Veðurstofunnar. Þar segir að enn sé það mat vísindamanna að ef til eldgoss komi sé líklegast að að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnjúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Á svipuðum slóðum og gaus 18. desember. Þá segir að eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið myndu koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Í aðdraganda gossins 18. desember liðu um 90 mínútur frá því að fyrstu merki sáust þangað til að kvika var komin upp og eldgos hafið. Í frétt Veðurstofunnar segir að undanfarna hafi skjálftavirkni verið afar væg en ef kvika færi að leita til yfirborðs megi fólk búast við því að skjálftavirknin samfara því yrði svipuð og sást í aðdraganda gossins 18. desember, bæði hvað varðar stærð skjálfta og fjölda þeirra. Áhrif þeirrar skjálftavirkni myndi gæta bæði í Svartsengi og í Grindavík. Miðað við stöðuna núna, er afar talið ólíklegt að skjálftavirknin verði eins öflug og þegar kvikugangurinn stóri myndaðist 10. nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Lægðin hefur áhrif á mælana Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. 10. janúar 2024 14:52 Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. 9. janúar 2024 23:01 Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. 9. janúar 2024 11:40 Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísuvík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann. 9. janúar 2024 06:36 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Sjá meira
Nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og þróun atburðarásarinnar síðustu daga er í vinnslu hjá Veðurstofunni og verður gefið út síðar í dag. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt um aðstæður við Svartsengi og Sundhnjúkgsgígaröðinni á vef Veðurstofunnar. Þar segir að enn sé það mat vísindamanna að ef til eldgoss komi sé líklegast að að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnjúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Á svipuðum slóðum og gaus 18. desember. Þá segir að eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið myndu koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Í aðdraganda gossins 18. desember liðu um 90 mínútur frá því að fyrstu merki sáust þangað til að kvika var komin upp og eldgos hafið. Í frétt Veðurstofunnar segir að undanfarna hafi skjálftavirkni verið afar væg en ef kvika færi að leita til yfirborðs megi fólk búast við því að skjálftavirknin samfara því yrði svipuð og sást í aðdraganda gossins 18. desember, bæði hvað varðar stærð skjálfta og fjölda þeirra. Áhrif þeirrar skjálftavirkni myndi gæta bæði í Svartsengi og í Grindavík. Miðað við stöðuna núna, er afar talið ólíklegt að skjálftavirknin verði eins öflug og þegar kvikugangurinn stóri myndaðist 10. nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Lægðin hefur áhrif á mælana Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. 10. janúar 2024 14:52 Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. 9. janúar 2024 23:01 Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. 9. janúar 2024 11:40 Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísuvík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann. 9. janúar 2024 06:36 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Sjá meira
Lægðin hefur áhrif á mælana Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. 10. janúar 2024 14:52
Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. 9. janúar 2024 23:01
Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. 9. janúar 2024 11:40
Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísuvík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann. 9. janúar 2024 06:36
Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39