Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2024 09:00 Arnór Bjarki ásamt dóttur sinni sem hvergi fær pláss á leikskóla né dagvistun í Reykjavík. Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. „Við erum búin að reyna allt sem við getum. Ég veit ekki hvað maður á að gera meira,“ segir Arnór Bjarki Svarfdal, faðir í Laugardal í Reykjavík í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur borgarstjórn boðað að foreldrar barna 18 mánaða og eldri geti átt von á mörg hundruð þúsunda króna endurgreiðslu frá borginni vegna greiddra dagforeldragjalda. Arnór Bjarki segir í færslu sem hann birtir á Facebook að um sé að ræða góða hugmynd. Hann styðji hana. „En það er einn hængur á þessu. Staðan í leikskóla- og dagforeldramálum í Reykjavík er svo slæm að stór hópur barna eldri en 18 mánaða hefur hvorki fengið pláss í leikskóla né hjá dagforeldrum. Þau eru án dagvistunar. Foreldrar þessara barna fá ekki krónu með gati. Við Steffi erum í þessum hópi.“ Vandamálið ekki leyst Arnór lýsir því að hann hafi ekki getað unnið fulla vinnu þar sem ekki hafi verið laus pláss fyrir dóttur hans hjá dagforeldrum og leikskólum. Hann er því í hálfu starfi og verður af rúmum tvö hundruð þúsund krónum á mánuði í tekjur. „Fólk sem hefur fengið pláss hjá dagforeldri eða leikskóla þarf vissulega að borga háar upphæðir fyrir dagvistun, en á móti kemur að þau geta unnið fulla vinnu,“ segir Arnór. „Nú ákveður Reykjavík að gefa fólki sem er með dagvistun styrk. Fólkið sem fær ekki dagvistun og þarf að minnka vinnu eða hætta henni, fær ekki styrk. Reykjavíkurborg klappar sér á bakið fyrir að „koma til móts við fólk í erfiðri stöðu“ og þykist hafa leyst einhvern vanda, en reyndin er sú að þau sem eru í enn erfiðari stöðu verða útundan, á meðan sjálft vandamálið – fáránlegur skortur á leikskólaplássum OG dagforeldrum – er ekki leyst.“ Heppin með vinnustað Arnór lýsir því í færslu sinni sem vakið hefur mikla athygli að þegar dóttir hans hafi fæðst hafi það verið fyrsta verk foreldranna, að hringja í alla dagforeldra Reykjavíkur vestan Norðlingaholts til að setja hana á biðlista og að sjálfsögðu að sækja um leikskólapláss. „Þegar hún varð eins árs hringdi ég aftur í alla dagforeldra. Þá kom í ljós að fæstir þeirra voru með nafn hennar á blaði, líkt og biðlistarnir hefðu bara gufað upp og enginn hefði heyrt á okkur minnst. Aftur setti ég hana á alla biðlista.“ Nýliðið haust hafi enn engin von verið á plássi, þegar barnið var að nálgast eins og hálfs árs aldur. „Og að sjálfsögðu vorum við svo neðarlega á öllum leikskólalistum að ég hefði alveg eins getað verið að skrá barnið í Harvard.“ Arnór segist vera gríðarlega heppinn með vinnustað. Hann og barnsmóðir hans vinna bæði sem kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík og var hægt að koma til móts við þau með því að hnika stundatöflu til svo Arnór gæti verið í 50 prósenta starfi. „Það þýðir þó að við tökum barnið með okkur í vinnuna og skiptumst á að hafa hana á meðan hitt kennir. Þetta er vont fyrirkomulag fyrir alla,“ segir Arnór. Hann segist verða fyrir tekjutapi sem nemi rúmum 200 þúsund krónum á mánuði vegna þessa. Langtímalausnir gagnist lítið „Svo það sé skýrt: það er ekki val okkar að vera án dagvistunar eða með fáránlegt vinnuplan. Við vorum ótrúlega vongóð þegar við sáum fyrirsögnina um að Reykjavík ætlaði að styðja foreldra barna 18 mánaða og eldri. Þegar við lásum svo áfram og sáum að þetta ætti við fólk sem þegar er með dagvistun en ekki okkur, sem erum að reyna að svæfa 21 mánaða barn í barnavagni í miðbænum á milli þess sem við kennum kennslustundir, þá var það eins og blaut tuska í andlitið.“ Færsla Arnórs hefur vakið gríðarlega athygli en hann merkti ýmsa borgarfulltrúa undir færslunni. Honum hefur borist svör úr ýmsum áttum, frá fulltrúum úr meirihluta og minnihluta. Arnór segir þær lausnir sem þar hafa verið boðaðar af fulltrúum meirihlutans fela í sér langtímalausnir sem ekki gagnist hans fjölskyldu í þeim aðstæðum sem þau eru nú í. „Það einmitt hjáæpar ekkert þó borgin ætli að vera búin að leysa eitthvað eftir sex ár. Það hjálpar ekki okkur og það hjálpar ekki heldur þeim foreldrum sem eignast börn á næstu sex árum.“ Ertu eitthvað vonbetri eftir að hafa skrifað þessa færslu? „Nei, ekki mikið. Það var kannski svolítil fró í því að skrifa þetta niður. Þetta var svona allra síðasta úrræðið.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Við erum búin að reyna allt sem við getum. Ég veit ekki hvað maður á að gera meira,“ segir Arnór Bjarki Svarfdal, faðir í Laugardal í Reykjavík í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur borgarstjórn boðað að foreldrar barna 18 mánaða og eldri geti átt von á mörg hundruð þúsunda króna endurgreiðslu frá borginni vegna greiddra dagforeldragjalda. Arnór Bjarki segir í færslu sem hann birtir á Facebook að um sé að ræða góða hugmynd. Hann styðji hana. „En það er einn hængur á þessu. Staðan í leikskóla- og dagforeldramálum í Reykjavík er svo slæm að stór hópur barna eldri en 18 mánaða hefur hvorki fengið pláss í leikskóla né hjá dagforeldrum. Þau eru án dagvistunar. Foreldrar þessara barna fá ekki krónu með gati. Við Steffi erum í þessum hópi.“ Vandamálið ekki leyst Arnór lýsir því að hann hafi ekki getað unnið fulla vinnu þar sem ekki hafi verið laus pláss fyrir dóttur hans hjá dagforeldrum og leikskólum. Hann er því í hálfu starfi og verður af rúmum tvö hundruð þúsund krónum á mánuði í tekjur. „Fólk sem hefur fengið pláss hjá dagforeldri eða leikskóla þarf vissulega að borga háar upphæðir fyrir dagvistun, en á móti kemur að þau geta unnið fulla vinnu,“ segir Arnór. „Nú ákveður Reykjavík að gefa fólki sem er með dagvistun styrk. Fólkið sem fær ekki dagvistun og þarf að minnka vinnu eða hætta henni, fær ekki styrk. Reykjavíkurborg klappar sér á bakið fyrir að „koma til móts við fólk í erfiðri stöðu“ og þykist hafa leyst einhvern vanda, en reyndin er sú að þau sem eru í enn erfiðari stöðu verða útundan, á meðan sjálft vandamálið – fáránlegur skortur á leikskólaplássum OG dagforeldrum – er ekki leyst.“ Heppin með vinnustað Arnór lýsir því í færslu sinni sem vakið hefur mikla athygli að þegar dóttir hans hafi fæðst hafi það verið fyrsta verk foreldranna, að hringja í alla dagforeldra Reykjavíkur vestan Norðlingaholts til að setja hana á biðlista og að sjálfsögðu að sækja um leikskólapláss. „Þegar hún varð eins árs hringdi ég aftur í alla dagforeldra. Þá kom í ljós að fæstir þeirra voru með nafn hennar á blaði, líkt og biðlistarnir hefðu bara gufað upp og enginn hefði heyrt á okkur minnst. Aftur setti ég hana á alla biðlista.“ Nýliðið haust hafi enn engin von verið á plássi, þegar barnið var að nálgast eins og hálfs árs aldur. „Og að sjálfsögðu vorum við svo neðarlega á öllum leikskólalistum að ég hefði alveg eins getað verið að skrá barnið í Harvard.“ Arnór segist vera gríðarlega heppinn með vinnustað. Hann og barnsmóðir hans vinna bæði sem kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík og var hægt að koma til móts við þau með því að hnika stundatöflu til svo Arnór gæti verið í 50 prósenta starfi. „Það þýðir þó að við tökum barnið með okkur í vinnuna og skiptumst á að hafa hana á meðan hitt kennir. Þetta er vont fyrirkomulag fyrir alla,“ segir Arnór. Hann segist verða fyrir tekjutapi sem nemi rúmum 200 þúsund krónum á mánuði vegna þessa. Langtímalausnir gagnist lítið „Svo það sé skýrt: það er ekki val okkar að vera án dagvistunar eða með fáránlegt vinnuplan. Við vorum ótrúlega vongóð þegar við sáum fyrirsögnina um að Reykjavík ætlaði að styðja foreldra barna 18 mánaða og eldri. Þegar við lásum svo áfram og sáum að þetta ætti við fólk sem þegar er með dagvistun en ekki okkur, sem erum að reyna að svæfa 21 mánaða barn í barnavagni í miðbænum á milli þess sem við kennum kennslustundir, þá var það eins og blaut tuska í andlitið.“ Færsla Arnórs hefur vakið gríðarlega athygli en hann merkti ýmsa borgarfulltrúa undir færslunni. Honum hefur borist svör úr ýmsum áttum, frá fulltrúum úr meirihluta og minnihluta. Arnór segir þær lausnir sem þar hafa verið boðaðar af fulltrúum meirihlutans fela í sér langtímalausnir sem ekki gagnist hans fjölskyldu í þeim aðstæðum sem þau eru nú í. „Það einmitt hjáæpar ekkert þó borgin ætli að vera búin að leysa eitthvað eftir sex ár. Það hjálpar ekki okkur og það hjálpar ekki heldur þeim foreldrum sem eignast börn á næstu sex árum.“ Ertu eitthvað vonbetri eftir að hafa skrifað þessa færslu? „Nei, ekki mikið. Það var kannski svolítil fró í því að skrifa þetta niður. Þetta var svona allra síðasta úrræðið.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira