Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 12:10 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira