Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 12:10 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira