Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 12:10 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira