Skrítið að vakna við fréttir um að húsið sé að fara undir hraun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 10:29 Gróðurhús ORF í Grindavík er stuttu frá hraunjaðrinum. Forstjórinn Berglind Rán Ólafsdóttir segir skrítið að sjá hraunið renna í átt að húsinu. Vísir/Vilhelm Forstjóri líftæknifyrirtækisins ORF segir skrítið að hafa vaknað við þær fréttir í morgun að hraun rynni í átt að gróðurhúsi fyrirtækisins fyrir ofan Grindavík. Það komi honum þó ekki alveg á óvart, enda sitji húsið á sprungunni sem klýfur bæinn. „Þetta er svolítið skrítið að vakna við þessar fréttir í morgun að það væri komið gos svona nálægt húsinu. Ég er svo sem ekkert alveg steinhissa, það var vitað síðan í nóvember að húsið stendur ofan á sprungunni. Það er mikið skemmt, það skemmdist mjög mikið strax 10. nóvember og ef það er ekki alveg ónýtt er eitthvað mjög lítið í því sem er ekki ónýtt,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni. Eldgos hófst við Sundhnúk norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Grindavíkurbær var rýmdur í flýti á fimmta tímanum eftir röð jarðskjálfta og rennur hraunið nú í átt að bænum. Berglind segir nú þegar verið að skoða aðra húsakosti fyrir starfsemi fyrirtækisins. „Það er bara verið að meðhöndla okkar mál í kerfinu þannig að þetta væntanlega mun bara hraða því. Það er orðið alveg augljóst núna að það er ekki verið að byggja neitt þarna. Kannski af því að það er það mikið skemmt og á svo slæmum stað breytir það ekki endilega stöðunni fyrir okkur að þangað renni nú hraun,“ segir Berglind. „En það er ótrúlega skrítið að sjá þetta gerast og ótrúlega skelfilegt hvað þetta er komið nálægt Grindavík. Það er miklu stærra mál. Við getum byggt nýtt gróðurhús. Það er miklu minna mál heldur en heilt bæjarfélag, allir þessir innviðir, öll þessi hús, allt þetta fólk sem á heima þarna. Það er stóra málið.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Tengdar fréttir Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19 „Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17 Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Þetta er svolítið skrítið að vakna við þessar fréttir í morgun að það væri komið gos svona nálægt húsinu. Ég er svo sem ekkert alveg steinhissa, það var vitað síðan í nóvember að húsið stendur ofan á sprungunni. Það er mikið skemmt, það skemmdist mjög mikið strax 10. nóvember og ef það er ekki alveg ónýtt er eitthvað mjög lítið í því sem er ekki ónýtt,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni. Eldgos hófst við Sundhnúk norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Grindavíkurbær var rýmdur í flýti á fimmta tímanum eftir röð jarðskjálfta og rennur hraunið nú í átt að bænum. Berglind segir nú þegar verið að skoða aðra húsakosti fyrir starfsemi fyrirtækisins. „Það er bara verið að meðhöndla okkar mál í kerfinu þannig að þetta væntanlega mun bara hraða því. Það er orðið alveg augljóst núna að það er ekki verið að byggja neitt þarna. Kannski af því að það er það mikið skemmt og á svo slæmum stað breytir það ekki endilega stöðunni fyrir okkur að þangað renni nú hraun,“ segir Berglind. „En það er ótrúlega skrítið að sjá þetta gerast og ótrúlega skelfilegt hvað þetta er komið nálægt Grindavík. Það er miklu stærra mál. Við getum byggt nýtt gróðurhús. Það er miklu minna mál heldur en heilt bæjarfélag, allir þessir innviðir, öll þessi hús, allt þetta fólk sem á heima þarna. Það er stóra málið.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Tengdar fréttir Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19 „Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17 Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19
„Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17
Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16