Erfitt að lýsa hvernig er að sjá samfélagið brotna hægt og rólega Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 14. janúar 2024 20:26 Haukur Einarsson Grindvíkingur var í bænum í fyrsta sinn í tvo mánuði þegar rýmingin átti sér stað. Vísir/Sigurjón Gist var í níutíu húsum í Grindavík í nótt og eins og áður segir gekk rýmingin vel í nótt. Einn þeirra sem gisti í bænum segir erfitt að lýsa því hvernig það er að horfa á samfélagið sitt hægt og rólega brotna niður. Hann segist hafa náð að halda ró sinni við rýmingu en mögulega eigi sorgin eftir að koma síðar. Þeir Grindvíkingar sem dvöldu í bænum í nótt vöknuðu við sírenur þegar Almannavarnir hófu að rýma bæinn skömmu eftir klukkan fjögur í morgun. Gist var á um það bil níutíu heimilum, svipað og hafði verið dagana þar á undan. Einn þeirra sem sváfu í bænum í nótt er Haukur Einarsson. Hann fór með eiginkonu sinni í bæinn í fyrsta sinn í tvo mánuði í gær. „Við lentum í matarboði hjá góðum vinum, allt gekk í lyndi og bara allt í rólegheitum. Fáir í bænum. Svo byrjaði hundurinn að gelta um þrjú leytið, sonur minn hringdi skömmu eftir en hann var andvaka í Reykjavík. Strax í kjölfarið kemur SMS um rýmingu. Þá var bara að taka saman og fljótlega heyrði ég í sírenum í bænum,“ segir Haukur. Hvernig var tilfinningin að koma í bæinn í fyrsta skipti í tvo mánuði og þurfa svo að rýma allt? „Ég var svo sem alveg rólegur yfir því en það hefur svo margt verið að hellast yfir okkur Grindvíkinga, sem er búið að slá okkur hægri vinstri. Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta.“ Innviðir í bænum séu ekki það mikilvægasta í stóra samhenginu. „Húsið mitt er dauður hlutur. Það er samfélagið sem ég bý í. Það tekur mig sárt,“ segir Haukur. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þeir Grindvíkingar sem dvöldu í bænum í nótt vöknuðu við sírenur þegar Almannavarnir hófu að rýma bæinn skömmu eftir klukkan fjögur í morgun. Gist var á um það bil níutíu heimilum, svipað og hafði verið dagana þar á undan. Einn þeirra sem sváfu í bænum í nótt er Haukur Einarsson. Hann fór með eiginkonu sinni í bæinn í fyrsta sinn í tvo mánuði í gær. „Við lentum í matarboði hjá góðum vinum, allt gekk í lyndi og bara allt í rólegheitum. Fáir í bænum. Svo byrjaði hundurinn að gelta um þrjú leytið, sonur minn hringdi skömmu eftir en hann var andvaka í Reykjavík. Strax í kjölfarið kemur SMS um rýmingu. Þá var bara að taka saman og fljótlega heyrði ég í sírenum í bænum,“ segir Haukur. Hvernig var tilfinningin að koma í bæinn í fyrsta skipti í tvo mánuði og þurfa svo að rýma allt? „Ég var svo sem alveg rólegur yfir því en það hefur svo margt verið að hellast yfir okkur Grindvíkinga, sem er búið að slá okkur hægri vinstri. Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta.“ Innviðir í bænum séu ekki það mikilvægasta í stóra samhenginu. „Húsið mitt er dauður hlutur. Það er samfélagið sem ég bý í. Það tekur mig sárt,“ segir Haukur. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira