Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. janúar 2024 12:00 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. „Við erum að sjá að það hefur dregið ansi mikið úr gosvirkni og sjáum greinilega að gossprungan sem opnaðist í hádeginu í gær alveg syðst, hún virðist alveg hætt að framleiða hraun, sem eru auðvitað góðar fréttir,“ segir Kristín Jónsdóttir á Veðurstofu Íslands og vísar þar til gossprungunnar sem opnaðist nær Grindavík. Hraun er hætt að streyma úr henni en þrjú hús urðu því að bráð og jaðar þess nær að því fjórða. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar á fundi vísindamanna í morgun og Kristín segir þau sýna að enn séu hreyfingar á svæðinu. „Það er hreyfing yfir Grindavík, sem í rauninni þýðir að þar geta sprungur enn verið að opnast og þar er í raun mikil hætta þó að við lítum bara á sprungur og sprunguopnun,“ segir Kristín. Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp en hraun er hætt að streyma úr sprungunni.Vísir Með sprungum, áttu þá við mögulegar gossprungur? „Í rauninni erum við að segja að það geti opnast nýjar gossprungur en svo eru líka þessar gliðnunarsprungur sem við búumst við að séu núna að stækka.“ Mikil aflögun sé í Grindavík. „Bjögun á jarðskorpunni og mikil víkkun sem á sér stað yfir ganginum. Þarna er að myndast sigdalur og sprungur að opnast. Það tognar á jarðskorpunni og verður samþöppun í kringum þennan sigdal,“ segir Kristín og bætir við að sigdalurinn gangi í gegnum Grindavík. Hraunflæði aukist hugsanlega aftur Dregið hefur úr virkni í stærri sprungunni fjær Grindavík sem er orðin slitrótt og hraun streymir úr einstaka opum. Kristín segir töluverða óvissu um framhaldið. „Og ekki útilokað að það sé töluvert kvikustreymi inn á þetta svæði þannig að hugsanlega eykst hraunflæðið aftur og við teljum þetta svæði vera mikið hættusvæði.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Við erum að sjá að það hefur dregið ansi mikið úr gosvirkni og sjáum greinilega að gossprungan sem opnaðist í hádeginu í gær alveg syðst, hún virðist alveg hætt að framleiða hraun, sem eru auðvitað góðar fréttir,“ segir Kristín Jónsdóttir á Veðurstofu Íslands og vísar þar til gossprungunnar sem opnaðist nær Grindavík. Hraun er hætt að streyma úr henni en þrjú hús urðu því að bráð og jaðar þess nær að því fjórða. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar á fundi vísindamanna í morgun og Kristín segir þau sýna að enn séu hreyfingar á svæðinu. „Það er hreyfing yfir Grindavík, sem í rauninni þýðir að þar geta sprungur enn verið að opnast og þar er í raun mikil hætta þó að við lítum bara á sprungur og sprunguopnun,“ segir Kristín. Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp en hraun er hætt að streyma úr sprungunni.Vísir Með sprungum, áttu þá við mögulegar gossprungur? „Í rauninni erum við að segja að það geti opnast nýjar gossprungur en svo eru líka þessar gliðnunarsprungur sem við búumst við að séu núna að stækka.“ Mikil aflögun sé í Grindavík. „Bjögun á jarðskorpunni og mikil víkkun sem á sér stað yfir ganginum. Þarna er að myndast sigdalur og sprungur að opnast. Það tognar á jarðskorpunni og verður samþöppun í kringum þennan sigdal,“ segir Kristín og bætir við að sigdalurinn gangi í gegnum Grindavík. Hraunflæði aukist hugsanlega aftur Dregið hefur úr virkni í stærri sprungunni fjær Grindavík sem er orðin slitrótt og hraun streymir úr einstaka opum. Kristín segir töluverða óvissu um framhaldið. „Og ekki útilokað að það sé töluvert kvikustreymi inn á þetta svæði þannig að hugsanlega eykst hraunflæðið aftur og við teljum þetta svæði vera mikið hættusvæði.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent