„Langt frá því að vera búið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:28 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Vísir/Sigurjón Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. „Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
„Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira