Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: „Ætlar bara að vera eins og LeBron James“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2024 23:01 Kristófer í leik með Val. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox fór mikinn þegar Valur lagði nýliða Hamars í Hveragerði í Subway-deild karla á dögunum. Valur vann öruggan 22 stiga sigur þar sem Kristófer skoraði 26 stig og tók 10 fráköst. Valsmenn eru mættir á topp Subway-deildarinnar eftir öruggan sigur í Hveragerði. Joshua Jefferson hefur verið frábær í rauðri treyju Vals en það hefur Kristófer líka verið. Því ákvað Körfuboltakvöld að fara aðeins yfir frammistöðu hans á föstudaginn var. „Við ætlum að fara í Kristófer Acox sem kom með enn einn 20-10 leikinn í þessum leik. Kristófer, nýbúinn að láta tappa af hnénu - gerði það um áramótin - og lítur vel út,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Lítur svakalega vel út. Skal viðurkenna það að ég er alltaf að bíða eftir því að sjá hvað gerist þegar íþróttamennskan fer að minnka, sé bara engin merki um að íþróttamennskan sé að fara niður á við enda æfir þessi drengur eins og atvinnumaður,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur, á meðan myndefni af Kristófer að troða boltanum af öllu afli rúllaði. „Sonur minn var að benda mér á Instagram-ið hans og hvað hann gerir á daginn, það er alveg æðislegt. Eins og ég segi, er alltaf að bíða eftir að hann hætti að geta gert þetta en hann klárlega vinnur svo mikið í líkamanum hjá sjálfum sér að hann ætlar bara að vera eins og LeBron James, halda áfram að troða yfir menn þangað til hann verður 39 ára,“ bætti Ómar við. Klippa: Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: Ætlar bara að vera eins og LeBron James Stefán Árni spurði Teit Örlygsson þá hvort Kristófer væri einfaldlega besti leikmaður deildarinnar? „Örugglega topp þrír,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Svo gaman að sjá hvað hann hugsar vel um sig. Er ekkert viss um að Kristó hafi einhvern tímann verið í svona góðu formi. Hann var náttúrulega búinn að vera ofboðslega óheppinn með meiðsli en nú er hann búinn að hanga heill í ansi marga mánuði og 7,9 13 af því að Valur þarf á honum að halda. Hann er búinn að vera frábær.“ Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að ofan en þar sést Kristófer troða yfir mann og annan. Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Valsmenn eru mættir á topp Subway-deildarinnar eftir öruggan sigur í Hveragerði. Joshua Jefferson hefur verið frábær í rauðri treyju Vals en það hefur Kristófer líka verið. Því ákvað Körfuboltakvöld að fara aðeins yfir frammistöðu hans á föstudaginn var. „Við ætlum að fara í Kristófer Acox sem kom með enn einn 20-10 leikinn í þessum leik. Kristófer, nýbúinn að láta tappa af hnénu - gerði það um áramótin - og lítur vel út,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Lítur svakalega vel út. Skal viðurkenna það að ég er alltaf að bíða eftir því að sjá hvað gerist þegar íþróttamennskan fer að minnka, sé bara engin merki um að íþróttamennskan sé að fara niður á við enda æfir þessi drengur eins og atvinnumaður,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur, á meðan myndefni af Kristófer að troða boltanum af öllu afli rúllaði. „Sonur minn var að benda mér á Instagram-ið hans og hvað hann gerir á daginn, það er alveg æðislegt. Eins og ég segi, er alltaf að bíða eftir að hann hætti að geta gert þetta en hann klárlega vinnur svo mikið í líkamanum hjá sjálfum sér að hann ætlar bara að vera eins og LeBron James, halda áfram að troða yfir menn þangað til hann verður 39 ára,“ bætti Ómar við. Klippa: Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: Ætlar bara að vera eins og LeBron James Stefán Árni spurði Teit Örlygsson þá hvort Kristófer væri einfaldlega besti leikmaður deildarinnar? „Örugglega topp þrír,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Svo gaman að sjá hvað hann hugsar vel um sig. Er ekkert viss um að Kristó hafi einhvern tímann verið í svona góðu formi. Hann var náttúrulega búinn að vera ofboðslega óheppinn með meiðsli en nú er hann búinn að hanga heill í ansi marga mánuði og 7,9 13 af því að Valur þarf á honum að halda. Hann er búinn að vera frábær.“ Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að ofan en þar sést Kristófer troða yfir mann og annan.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira