Succession, Beef og The Bear sópuðu til sín verðlaunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 06:36 Meðal sigurvegara kvöldsins. Vísir/Getty Segja má að Succession, Beef og The Bear hafi verið sigursælustu sjónvarpsþættir gærkvöldsins á Emmy verðlaunahátíðinni. Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins. Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins.
Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira