„Við þurfum ekki að klappa fyrir öllu sem ég geri“ Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 15:00 Christina Applegate á sviði Emmy-verðlaunanna í gær. Kynnir kvöldsins, Anthony Anderson, leiddi hana inn á sviðið og stendur við hlið hennar á myndinni. Vísir/AP Leikkonan Christina Applegate kom fólki á óvart með því að vera einn kynna á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fór fram í gærkvöldi. Leikkonan kynnti verðlaun fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki en leikkonan Ayo Edebiri úr þáttunum The Bear fór með sigur af hólmi. Á meðan hún stóð á sviðinu stóðu áhorfendur upp og klöppuðu fyrir henni. „Þakka ykkur kærlega,“ sagði Applegate tárvot á meðan fólkið klappaði. Á meðan hún talaði hélt fólk áfram að klappa hverju orði þar til hún sagði „Við þurfum ekki að klappa fyrir öllu sem ég geri“. Applegate tilkynnti í ágúst árið 2021 að hún hefði greinst með MS og hefur frá þeim tíma verulega dregið úr tíma sínum í sviðsljósinu. Hún tók þátt í nokkrum viðburðum tengdum frumsýningu síðustu seríu Dead to Me þar sem hún lék aðalhlutverk ásamt Lindu Cardellini. Hún var tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum en hlaut ekki verðlaunin. Fjallað er um málið á vef Variety. Applegate ætlar sér ekki að leika meira en sagði í viðtali við Variety í fyrra að hún sæi fyrir sér að tala meira inn á kvikmyndir og að framleiða þær. Hollywood Emmy-verðlaunin Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Takk fyrir að standa með mér í gegnum þetta allt“ Leikkonan Christina Applegate hefur hlotið stjörnu á hinni frægu götu Hollywood Walk og Fame. Á síðasta ári greindist hún með MS sjúkdóminn og minntist á hann í tilfinningaþrunginni ræðu við athöfnina. 16. nóvember 2022 17:31 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Leikkonan kynnti verðlaun fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki en leikkonan Ayo Edebiri úr þáttunum The Bear fór með sigur af hólmi. Á meðan hún stóð á sviðinu stóðu áhorfendur upp og klöppuðu fyrir henni. „Þakka ykkur kærlega,“ sagði Applegate tárvot á meðan fólkið klappaði. Á meðan hún talaði hélt fólk áfram að klappa hverju orði þar til hún sagði „Við þurfum ekki að klappa fyrir öllu sem ég geri“. Applegate tilkynnti í ágúst árið 2021 að hún hefði greinst með MS og hefur frá þeim tíma verulega dregið úr tíma sínum í sviðsljósinu. Hún tók þátt í nokkrum viðburðum tengdum frumsýningu síðustu seríu Dead to Me þar sem hún lék aðalhlutverk ásamt Lindu Cardellini. Hún var tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum en hlaut ekki verðlaunin. Fjallað er um málið á vef Variety. Applegate ætlar sér ekki að leika meira en sagði í viðtali við Variety í fyrra að hún sæi fyrir sér að tala meira inn á kvikmyndir og að framleiða þær.
Hollywood Emmy-verðlaunin Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Takk fyrir að standa með mér í gegnum þetta allt“ Leikkonan Christina Applegate hefur hlotið stjörnu á hinni frægu götu Hollywood Walk og Fame. Á síðasta ári greindist hún með MS sjúkdóminn og minntist á hann í tilfinningaþrunginni ræðu við athöfnina. 16. nóvember 2022 17:31 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Takk fyrir að standa með mér í gegnum þetta allt“ Leikkonan Christina Applegate hefur hlotið stjörnu á hinni frægu götu Hollywood Walk og Fame. Á síðasta ári greindist hún með MS sjúkdóminn og minntist á hann í tilfinningaþrunginni ræðu við athöfnina. 16. nóvember 2022 17:31
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“