Kindurnar fegnar að sjá Sigrúnu Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 16:35 Kindurnar voru fegnar að sjá Sigrúnu eiganda sinn en þær eru nú komnar í hesthús í Keflavík hjá góðum manni. Þar væsir ekki um þær. vísir/sigrún Sigrún Eggertsdóttir frístundabóndi fór í dag til Grindavíkur og sótti fé sitt, þrjátíu kindur alls. Þær voru fengnar að sjá Sigrúnu. Neyðarrýming í kjölfar gossins í og við Grindavík setti strik í reikninginn. Fjölmargir frístundabændur eru með fé á húsum „Nei, þetta var ekkert vesen. Við fengum símtal í gær. Þeir komu bara og sögðu, nú megið þið koma inn fyrir. Það fylgdi okkur björgunarsveitarmaður að kofanum,“ segir Sigrún. Kindurnar slógust um að fá klapp frá eiganda sínum Hún segist vera með 30 kindur alls með hrútum og kindum. Sigrún segir að þær hafi ekki verið orðnar vatnslausar. „Við erum með stóra bala inni og þeir eru alltaf fullir af vatni. Það náði enn niður og þær hafa ekkert verið vatnslausar. Svo fór björgunarsveitarmaður og vitjaði þeirra í gær, þannig að þær voru bara í góðu standi.“ Sigrún segir marga frístundabændur í Grindavík og spyr hvort það séu ekki allir frístundabændur á Íslandi? „Við erum í það minnsta ekki í þessu fyrir neitt nema hafa gaman að þessu.“ Og kindurnar voru ánægðar að sjá eiganda sinn. „Já,já. Þær eru nú yfirleitt fegnar að sjá hvern sem er. Hrúguðust í kringum mig þegar ég kom í hópinn. Og slógust um að fá klappið.“ Kindurnar komnar í hesthús í Keflavík Sigrún segir kindurnar vita sínu viti, þær séu ekki skynlausar skepnur. „Ég held líka að það ahfi gengið eitthvað á þarna inní kofa, einhverjar spýtur lágu þarna á gólfinu, þannig að þær hafa fundið eitthvað á sér.“ Sigrún segist sjálf búa í Kópavogi en hún er úr Grindavík og þar er fjölskylda hennar þannig að hún fer mikið til Grindavíkur. Hún segir að fólk hafi, þegar rýmt var, ekki haft nein tök á að taka féð með. Og hún var örlítið óörugg þegar hún fór þarna um. „Það var búið að tala um svo mikla gliðnun en það var ekkert þarna niðri við fjöruna. Mestu lætin voru þarna fyrir ofan,“ segir Sigrún. En fjárhús hennar eru nánast í fjöruborðinu, við Sjávarbraut við Stóru-Bót. „En við sóttum kindurnar og fengum inni fyrir þær í hesthúsi í Keflavík hjá góðum manni. Það er landris í Grindavík núna og ekkert hægt að segja til um hvað verður.“ Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Neyðarrýming í kjölfar gossins í og við Grindavík setti strik í reikninginn. Fjölmargir frístundabændur eru með fé á húsum „Nei, þetta var ekkert vesen. Við fengum símtal í gær. Þeir komu bara og sögðu, nú megið þið koma inn fyrir. Það fylgdi okkur björgunarsveitarmaður að kofanum,“ segir Sigrún. Kindurnar slógust um að fá klapp frá eiganda sínum Hún segist vera með 30 kindur alls með hrútum og kindum. Sigrún segir að þær hafi ekki verið orðnar vatnslausar. „Við erum með stóra bala inni og þeir eru alltaf fullir af vatni. Það náði enn niður og þær hafa ekkert verið vatnslausar. Svo fór björgunarsveitarmaður og vitjaði þeirra í gær, þannig að þær voru bara í góðu standi.“ Sigrún segir marga frístundabændur í Grindavík og spyr hvort það séu ekki allir frístundabændur á Íslandi? „Við erum í það minnsta ekki í þessu fyrir neitt nema hafa gaman að þessu.“ Og kindurnar voru ánægðar að sjá eiganda sinn. „Já,já. Þær eru nú yfirleitt fegnar að sjá hvern sem er. Hrúguðust í kringum mig þegar ég kom í hópinn. Og slógust um að fá klappið.“ Kindurnar komnar í hesthús í Keflavík Sigrún segir kindurnar vita sínu viti, þær séu ekki skynlausar skepnur. „Ég held líka að það ahfi gengið eitthvað á þarna inní kofa, einhverjar spýtur lágu þarna á gólfinu, þannig að þær hafa fundið eitthvað á sér.“ Sigrún segist sjálf búa í Kópavogi en hún er úr Grindavík og þar er fjölskylda hennar þannig að hún fer mikið til Grindavíkur. Hún segir að fólk hafi, þegar rýmt var, ekki haft nein tök á að taka féð með. Og hún var örlítið óörugg þegar hún fór þarna um. „Það var búið að tala um svo mikla gliðnun en það var ekkert þarna niðri við fjöruna. Mestu lætin voru þarna fyrir ofan,“ segir Sigrún. En fjárhús hennar eru nánast í fjöruborðinu, við Sjávarbraut við Stóru-Bót. „En við sóttum kindurnar og fengum inni fyrir þær í hesthúsi í Keflavík hjá góðum manni. Það er landris í Grindavík núna og ekkert hægt að segja til um hvað verður.“
Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira