Lýðheilsuógnandi gjaldskrárhækkanir? Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar 16. janúar 2024 18:00 Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar