Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:39 Fjöldi fólks var samankominn í Laugardalshöll í dag. Vísir/Sigurjón Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira