Pallborðið: Hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2024 12:34 Logi Einarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Inga Sæland og Hanna Katrí Friðriksson mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. vísir Viðvarandi verðbólga og vaxtahækkanir, húsnæðiskreppa, stöðugar jarðhræringar, óvinsæl ríkisstjórn, forsetakosningar framundan og hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Heimir Már Pétursson fær leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Samkvæmt síðustu könnun Maskínu sem gerð var fyrir Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag hafa allir stjórnarflokkarnir misst mikið fygi frá alþingiskosningunum í september 2021. Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mældist þá rétt um 33 prósent. Á sama tíma og verðbólga hefur verið meiri en 7,5 prósent í um tuttugu mánuði og vextir í hæstu hæðum hefur ríkisstjórnin undanfarna mánuði þurft að glíma við afleiðingar jarðhræringanna á Reykjanesi sem meðal annars hafa áhrif á mjög viðkvæman húsnæðismarkað. Hefð er fyrir því að gefa forsetakosningum svigrúm og trufla þær og aðdraganda þeirra ekki með öðrum kosningum. Jafnvel þótt stjórnarflokkarnir gæfust upp á stjórnarsamstarfinu gæti því orðið flókið að boða til þingkosninga um svipað leyti og forsetakosningar fara fram hinn fyrsta júní með tilheyrandi kosningabaráttu á vormánuðum. Leiðtogar fimm stjórnarandstöðufokka á Alþingi ræða stöðuna í beinni útsendingu í Pallborðinu klukkan tvö. Það eru þau Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata. Pallborðið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samkvæmt síðustu könnun Maskínu sem gerð var fyrir Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag hafa allir stjórnarflokkarnir misst mikið fygi frá alþingiskosningunum í september 2021. Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mældist þá rétt um 33 prósent. Á sama tíma og verðbólga hefur verið meiri en 7,5 prósent í um tuttugu mánuði og vextir í hæstu hæðum hefur ríkisstjórnin undanfarna mánuði þurft að glíma við afleiðingar jarðhræringanna á Reykjanesi sem meðal annars hafa áhrif á mjög viðkvæman húsnæðismarkað. Hefð er fyrir því að gefa forsetakosningum svigrúm og trufla þær og aðdraganda þeirra ekki með öðrum kosningum. Jafnvel þótt stjórnarflokkarnir gæfust upp á stjórnarsamstarfinu gæti því orðið flókið að boða til þingkosninga um svipað leyti og forsetakosningar fara fram hinn fyrsta júní með tilheyrandi kosningabaráttu á vormánuðum. Leiðtogar fimm stjórnarandstöðufokka á Alþingi ræða stöðuna í beinni útsendingu í Pallborðinu klukkan tvö. Það eru þau Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata.
Pallborðið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira