Ölgerðin breytir slagorðinu fyrir Kristal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 14:41 Það sést hverjir drekka Kristal heyrir nú sögunni til. Kristall Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn. Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn. Samtökin 78 skrifuðu undir viljayfirlýsingu í maí í fyrra um að hefja vinnu að slíkri vottun og í kjölfarið var fræðsla til starfsfólks aukin til muna, kannanir framkvæmdar og úttektir gerðar með hinseginleika í huga. Því ferli er nú formlega lokið með vottun af hálfu samtakanna. „Samtökin 78 fögnuðu því mjög að fá að vinna náið með Ölgerðinni að meiri fjölbreytileika og betra samfélagi. Þetta hefur verið spennandi og fróðleg vegferð og við erum afar ánægð með að veita fyrstu vottunina að hinseginvænum vinnustað til Ölgerðarinnar,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 í tilkynningu. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segist gríðarlega stoltur af því af vottuninni. „Hún er viðurkenning á því starfi sem hér hefur verið unnið. Með því að skapa fordómalausan og vel upplýstan vinnustað sköpum við ekki einungis betra samfélag, heldur festum við í sessi að Ölgerðin er vinnustaður þar sem fjölbreytileika er fagnað og vellíðan starfsfólks er lykilatriði,“ segir Andir Þór. Ferlið hafi fært fyrirtækjamenningunni spegil sem hollt hafi verið að skoða sig í og vegferðin hafi leitt til fjölda smárra en oft lúmskra breytinga sem styrki fjölbreytileika í jafnréttisvegferð fyrirtækisins. Þá skili slík vinna líka sýnilegum breytingum út á við. „Dæmi um það er breytt slagorð Kristals sem þjóðin hefur þekkt sem „Það sést hverjir drekka Kristal.“ Kristall er hins vegar fyrir okkur öll og uppfært slagorð er því „Það sést hver drekka Kristal“ og þannig er gert ráð fyrir öllum kynjum. Þetta er aðeins upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra,“ segir Andri Þór. Fleiri aðilar sem hafa gert sambærilega breytingu undanfarin misseri er Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR. Félagið breytti stuðningsmannalaginu sínu úr Allir sem eitt í Öll sem eitt. Drykkir Jafnréttismál Hinsegin Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samtökin 78 skrifuðu undir viljayfirlýsingu í maí í fyrra um að hefja vinnu að slíkri vottun og í kjölfarið var fræðsla til starfsfólks aukin til muna, kannanir framkvæmdar og úttektir gerðar með hinseginleika í huga. Því ferli er nú formlega lokið með vottun af hálfu samtakanna. „Samtökin 78 fögnuðu því mjög að fá að vinna náið með Ölgerðinni að meiri fjölbreytileika og betra samfélagi. Þetta hefur verið spennandi og fróðleg vegferð og við erum afar ánægð með að veita fyrstu vottunina að hinseginvænum vinnustað til Ölgerðarinnar,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 í tilkynningu. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segist gríðarlega stoltur af því af vottuninni. „Hún er viðurkenning á því starfi sem hér hefur verið unnið. Með því að skapa fordómalausan og vel upplýstan vinnustað sköpum við ekki einungis betra samfélag, heldur festum við í sessi að Ölgerðin er vinnustaður þar sem fjölbreytileika er fagnað og vellíðan starfsfólks er lykilatriði,“ segir Andir Þór. Ferlið hafi fært fyrirtækjamenningunni spegil sem hollt hafi verið að skoða sig í og vegferðin hafi leitt til fjölda smárra en oft lúmskra breytinga sem styrki fjölbreytileika í jafnréttisvegferð fyrirtækisins. Þá skili slík vinna líka sýnilegum breytingum út á við. „Dæmi um það er breytt slagorð Kristals sem þjóðin hefur þekkt sem „Það sést hverjir drekka Kristal.“ Kristall er hins vegar fyrir okkur öll og uppfært slagorð er því „Það sést hver drekka Kristal“ og þannig er gert ráð fyrir öllum kynjum. Þetta er aðeins upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra,“ segir Andri Þór. Fleiri aðilar sem hafa gert sambærilega breytingu undanfarin misseri er Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR. Félagið breytti stuðningsmannalaginu sínu úr Allir sem eitt í Öll sem eitt.
Drykkir Jafnréttismál Hinsegin Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira