Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 17:39 Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljar og einn stærsti eigandinn. Vísir/Vilhelm Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Samkaupa reka 64 matvöruverslanir víðsvegar um landið undir fjórum vörumerkjum (Samkaup, Nettó, Kjörbúðin og Iceland) sem spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Orkan starfrækir 72 orkustöðvar, 14 þvottastöðvar undir merkjum Löðurs, sex hraðhleðslustöðvar, tvær vetnisstöðvar og eina metanstöð. Þá á félagið 32 fasteignir og lóðir víðs vegar um landið, auk annarra eigna. Heimkaup reka sjö apótek undir merkjum Lyfjavals og níu þægindaverslanir undir merkjum 10-11, Extra og Orkunnar, auk annarra eigna. Skel keypti fimm prósenta hlut KEA í Samkaupum á dögunum. Lífeyrissjóðurinn Birta, sem fer með tæplega fimmtungshlut í Samkaupum, gagnrýndi forsvarsmenn KEA fyrir óvandaða viðskiptahætti við sölu á hlutnum. SKEL telur að með sameiningu ofangreindra félaga yrði til fjárhagslega sterkt fyrirtæki með ákjósanlega samsetningu tekna og sterka markaðshlutdeild á eftirfarandi lykilmörkuðum með nauðsynjavöru: Gunnar Egill Sigurðsson er forstjóri Samkaupa.aðsend Smásala (matvara): Samkaup eru með útbreitt net og sterka stöðu víða á landinu. SKEL áætlar að velta Samkaupa geti aukist umtalsvert með verslunareiningum Heimkaupa og mikil samlegðartækifæri séu fólgin í sameiningu þessara eininga. Sameinað félag væri vel í stakk búið til að fjárfesta og styrkja sína stöðu í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á smásölumarkaði. Eldsneyti, hleðsla og þvottur: Orkan er með sterka markaðshlutdeild á eldsneytismarkaði og stefnir að forystu í orkuskiptum. Þá er Löður með ráðandi hlutdeild á markaði bílaþvotta. Lyf: Metnaðarfull áform um vöxt og mörkun sérstöðu Lyfjavals hafa litið dagsins ljós. Fyrirtækið er eina lyfjaverslunin sem starfrækir bílalúgur. Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir þeirri þjónustu og mun fyrirtækið svara henni. Viðræðum ljúki innan tveggja mánaða Könnunarviðræðurnar eru í tilkynningunni sagðar einkaviðræður milli aðila og skuldbinda þeir sig til að ræða ekki við aðra aðila á sama tíma. Gert er ráð fyrir því að niðurstöður könnunarviðræðna aðila liggi fyrir eigi síðar en 22. mars næstkomandi. Ef aðilar verða ásáttir um áframhaldandi viðræður verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um helstu skilmála samruna og formlegar samningaviðræður hafnar. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, telur mikil og spennandi tækifæri felast í samruna Samkaupa, Orkunnar, Lyfjavals, Löðurs og Heimkaupa. „SKEL telur mikil Sameinað félagið yrði fjárhagslega sterkt, með ákjósanlega dreifingu tekna og um 150 útsölustaði víðsvegar um landið. Sameinað félag væri með um 80 milljarða í veltu á ári og hefði alla burði til að nýta sér til fulls þau tækifæri sem eru á smásölumarkaði í dag til hagsbóta fyrir neytendur, starfsfólk og hluthafa. Þá væri sameinað félag áhugaverður fjárfestingarkostur og skráning hlutabréfa sameinaðs félags á Aðalmarkað Nasdaq Iceland ákjósanlegur kostur. SKEL telur mikilvægt að sameinað félag haldi í núverandi gildi og rætur sínar og haldi sem slíkt áfram að uppfylla ólíkar þarfir viðskiptavina og verði áfram virkur þáttakandi í byggðalögum og nærsamfélögum um allt land.“ Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. 3. janúar 2024 11:45 Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Samkaupa reka 64 matvöruverslanir víðsvegar um landið undir fjórum vörumerkjum (Samkaup, Nettó, Kjörbúðin og Iceland) sem spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Orkan starfrækir 72 orkustöðvar, 14 þvottastöðvar undir merkjum Löðurs, sex hraðhleðslustöðvar, tvær vetnisstöðvar og eina metanstöð. Þá á félagið 32 fasteignir og lóðir víðs vegar um landið, auk annarra eigna. Heimkaup reka sjö apótek undir merkjum Lyfjavals og níu þægindaverslanir undir merkjum 10-11, Extra og Orkunnar, auk annarra eigna. Skel keypti fimm prósenta hlut KEA í Samkaupum á dögunum. Lífeyrissjóðurinn Birta, sem fer með tæplega fimmtungshlut í Samkaupum, gagnrýndi forsvarsmenn KEA fyrir óvandaða viðskiptahætti við sölu á hlutnum. SKEL telur að með sameiningu ofangreindra félaga yrði til fjárhagslega sterkt fyrirtæki með ákjósanlega samsetningu tekna og sterka markaðshlutdeild á eftirfarandi lykilmörkuðum með nauðsynjavöru: Gunnar Egill Sigurðsson er forstjóri Samkaupa.aðsend Smásala (matvara): Samkaup eru með útbreitt net og sterka stöðu víða á landinu. SKEL áætlar að velta Samkaupa geti aukist umtalsvert með verslunareiningum Heimkaupa og mikil samlegðartækifæri séu fólgin í sameiningu þessara eininga. Sameinað félag væri vel í stakk búið til að fjárfesta og styrkja sína stöðu í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á smásölumarkaði. Eldsneyti, hleðsla og þvottur: Orkan er með sterka markaðshlutdeild á eldsneytismarkaði og stefnir að forystu í orkuskiptum. Þá er Löður með ráðandi hlutdeild á markaði bílaþvotta. Lyf: Metnaðarfull áform um vöxt og mörkun sérstöðu Lyfjavals hafa litið dagsins ljós. Fyrirtækið er eina lyfjaverslunin sem starfrækir bílalúgur. Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir þeirri þjónustu og mun fyrirtækið svara henni. Viðræðum ljúki innan tveggja mánaða Könnunarviðræðurnar eru í tilkynningunni sagðar einkaviðræður milli aðila og skuldbinda þeir sig til að ræða ekki við aðra aðila á sama tíma. Gert er ráð fyrir því að niðurstöður könnunarviðræðna aðila liggi fyrir eigi síðar en 22. mars næstkomandi. Ef aðilar verða ásáttir um áframhaldandi viðræður verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um helstu skilmála samruna og formlegar samningaviðræður hafnar. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, telur mikil og spennandi tækifæri felast í samruna Samkaupa, Orkunnar, Lyfjavals, Löðurs og Heimkaupa. „SKEL telur mikil Sameinað félagið yrði fjárhagslega sterkt, með ákjósanlega dreifingu tekna og um 150 útsölustaði víðsvegar um landið. Sameinað félag væri með um 80 milljarða í veltu á ári og hefði alla burði til að nýta sér til fulls þau tækifæri sem eru á smásölumarkaði í dag til hagsbóta fyrir neytendur, starfsfólk og hluthafa. Þá væri sameinað félag áhugaverður fjárfestingarkostur og skráning hlutabréfa sameinaðs félags á Aðalmarkað Nasdaq Iceland ákjósanlegur kostur. SKEL telur mikilvægt að sameinað félag haldi í núverandi gildi og rætur sínar og haldi sem slíkt áfram að uppfylla ólíkar þarfir viðskiptavina og verði áfram virkur þáttakandi í byggðalögum og nærsamfélögum um allt land.“
Verslun Lyf Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. 3. janúar 2024 11:45 Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33
Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. 3. janúar 2024 11:45
Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18