Ný sprunga opnaðist í Grindavík í dag og gosið formlega búið Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. janúar 2024 19:33 Hættumatið er komið niður á rautt stig og gosið búið. Vísir/Arnar Ný og djúp sprunga opnaðist í Grindavík í dag en hættumat Veðurstofunnar var fært niður þar sem eldgosi er formlega lokið. Fjöldi viðbragðsaðila var að störfum í bænum í dag og í fyrramálið opnar Bláa lónið á ný. Veðurstofan birti í dag nýtt hættumat fyrir Grindavík og Svartsengi og hefur hættustig verið fært niður á öllum svæðunum þar í kring. Af hverju var hættumatið fært niður í dag? „Gosið er búið,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Nú er þessi gliðnun meira eða minna búin, það er mjög lítið eftir af henni, allavega hægst verulega á henni. Þá er tilefni til að lækka þá hættu, það er að segja þegar þetta er orðið nokkuð stöðugt og við teljum mjög ólíklegt að það komi gos upp úr þessu innskoti. Holrými undir sprungum aðalhættan í bænum á næstu misserum Fulltrúar Veðurstofunnar fóru inn í Grindavík í dag til að finna nýjan stað fyrir GPS-stöð eftir að sú fyrri fór undir hraun í gosinu og til að mæla gas í brunnum. Þeir gátu ekkert mælt vegna vonds veðurfars en sáu þó ýmislegt annað. Sjáið þið mikinn mun á bænum, sprungum og öðru, frá því þið komuð síðast? „Já, það eru að opnast sprungur, eða réttara sagt að grafast undan sprungunum sem mynduðust á sunnudaginn. Í morgun opnaðist ný sem við kíktum á,“ segir Benedikt. Benedikt Ófeigsson segir erfitt að meta stærð nýju sprungunnar sem opnaðist í Grindavík. Holrými undir sprungum verði aðalhættan í Grindavík næstu misserin.Vísir/Arnar „Maður sér að það er holrými undir þessum sprungum og það þarf að fara mjög varlega nálægt þeim. Þetta er aðalhættan í bænum og verður á næstu misserum,“ segir hann. Hversu stór eru holrýmin? „Það er ekki nokkur leið að meta það nema grafa sig niður á það. Þú sérð ekki alla leið, sérð að það er holrými en veist ekki hversu djúpt. Það getur hrunið og þú veist ekkert hvenær það dettur undan einhverjum,“ segir Benedikt. Er einhver leið fyrir ykkur að mæla það seinna meir? „Menn kortleggja þetta með tímanum, finna öruggar leiðir og jafnvel grafa sig niður til að búa til öruggar leiðir,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki í verkahring Veðurstofunnar heldur annarra viðbragðsaðila. Enn eigi eftir að tryggja leiðir innan bæjarins Athygli vakti að það opnaðist ný sprunga austarlega í bænum. Benedikt segir að það séu því enn miklar hreyfingar á jarðveginum ofan á sprungumynduninni. Hversu stór sprunga var þetta sem opnaðist í dag? „Það er erfitt að meta það. Það er malbik sem fer undan sem brotnar niður og þá sérðu að það er stór sprunga undir. Það er erfitt að sjá hvað hún er stór. En þú sérð að það er holrými undir og það er það sem er hættulegast,“ segir hann og bætir við að rannsaka þurfi sprunguna betur til að komast að dýpt hennar. Þannig eins og staðan er núna er ekki óhætt fyrir fólk að vera í bænum? „Hættumatið er alveg komið niður á rautt en það á eftir að tryggja leiðir innan bæjarins og gera bæinn þannig að fólk geti farið um hann með öruggum hætti þegar farið er yfir þessar sprungur,“ segir Benedikt. „Það er ekki okkar á Veðurstofunni að svara fyrir það af því við erum ekki að vinna í því. Það er í rauninni ekki fyrr en almannavarnir, lögreglan og þeir sem eru í aðgerðum í Grindavík eru búnir með þessa vinnu sem hægt er að tala um að öruggt sé að fara um bæinn. Sömuleiðis kortleggja alveg hvar þessar sprungur eru og hvar er að fara undan þeim,“ segir hann. Unnið í Grindavík og opnað fyrir umferð á morgun Unnið var í dag að því að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík og var fjöldi pípulagningarmanna í bænum í dag. Þar að auki var fjöldi annarra að störfum. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir um hundrað manns hafa verið að störfum í Grindavík í dag.Vísir/Arnar „Ég geri ráð fyrir að svona í heildina þá hafi verið um hundrað manns við störf viðbragðsaðilar og þessir iðnaðarmenn. Ég veit ekki betur en að okkur hafi gengið ágætlega og við höldum þessu starfi áfram á laugardag og sunnudag og þetta er verkefnið. Við höldum áfram að fara yfir sprungur og sprungumyndanir í bænum en önnur verðmætabjörgun er ekki á dagskrá næstu tvo daga,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Í fyrramálið verður opnað aftur fyrir umferð um Grindavíkurveg þegar Bláa lónið opnar á ný. „Miðað við þetta uppfærða hættumatskort eða hættumat Veðurstofu þá er ákvörðun tekin um að heimila þar rekstur á ný frá og með morgundeginum,“ segir Úlfar. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Veðurstofan birti í dag nýtt hættumat fyrir Grindavík og Svartsengi og hefur hættustig verið fært niður á öllum svæðunum þar í kring. Af hverju var hættumatið fært niður í dag? „Gosið er búið,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Nú er þessi gliðnun meira eða minna búin, það er mjög lítið eftir af henni, allavega hægst verulega á henni. Þá er tilefni til að lækka þá hættu, það er að segja þegar þetta er orðið nokkuð stöðugt og við teljum mjög ólíklegt að það komi gos upp úr þessu innskoti. Holrými undir sprungum aðalhættan í bænum á næstu misserum Fulltrúar Veðurstofunnar fóru inn í Grindavík í dag til að finna nýjan stað fyrir GPS-stöð eftir að sú fyrri fór undir hraun í gosinu og til að mæla gas í brunnum. Þeir gátu ekkert mælt vegna vonds veðurfars en sáu þó ýmislegt annað. Sjáið þið mikinn mun á bænum, sprungum og öðru, frá því þið komuð síðast? „Já, það eru að opnast sprungur, eða réttara sagt að grafast undan sprungunum sem mynduðust á sunnudaginn. Í morgun opnaðist ný sem við kíktum á,“ segir Benedikt. Benedikt Ófeigsson segir erfitt að meta stærð nýju sprungunnar sem opnaðist í Grindavík. Holrými undir sprungum verði aðalhættan í Grindavík næstu misserin.Vísir/Arnar „Maður sér að það er holrými undir þessum sprungum og það þarf að fara mjög varlega nálægt þeim. Þetta er aðalhættan í bænum og verður á næstu misserum,“ segir hann. Hversu stór eru holrýmin? „Það er ekki nokkur leið að meta það nema grafa sig niður á það. Þú sérð ekki alla leið, sérð að það er holrými en veist ekki hversu djúpt. Það getur hrunið og þú veist ekkert hvenær það dettur undan einhverjum,“ segir Benedikt. Er einhver leið fyrir ykkur að mæla það seinna meir? „Menn kortleggja þetta með tímanum, finna öruggar leiðir og jafnvel grafa sig niður til að búa til öruggar leiðir,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki í verkahring Veðurstofunnar heldur annarra viðbragðsaðila. Enn eigi eftir að tryggja leiðir innan bæjarins Athygli vakti að það opnaðist ný sprunga austarlega í bænum. Benedikt segir að það séu því enn miklar hreyfingar á jarðveginum ofan á sprungumynduninni. Hversu stór sprunga var þetta sem opnaðist í dag? „Það er erfitt að meta það. Það er malbik sem fer undan sem brotnar niður og þá sérðu að það er stór sprunga undir. Það er erfitt að sjá hvað hún er stór. En þú sérð að það er holrými undir og það er það sem er hættulegast,“ segir hann og bætir við að rannsaka þurfi sprunguna betur til að komast að dýpt hennar. Þannig eins og staðan er núna er ekki óhætt fyrir fólk að vera í bænum? „Hættumatið er alveg komið niður á rautt en það á eftir að tryggja leiðir innan bæjarins og gera bæinn þannig að fólk geti farið um hann með öruggum hætti þegar farið er yfir þessar sprungur,“ segir Benedikt. „Það er ekki okkar á Veðurstofunni að svara fyrir það af því við erum ekki að vinna í því. Það er í rauninni ekki fyrr en almannavarnir, lögreglan og þeir sem eru í aðgerðum í Grindavík eru búnir með þessa vinnu sem hægt er að tala um að öruggt sé að fara um bæinn. Sömuleiðis kortleggja alveg hvar þessar sprungur eru og hvar er að fara undan þeim,“ segir hann. Unnið í Grindavík og opnað fyrir umferð á morgun Unnið var í dag að því að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík og var fjöldi pípulagningarmanna í bænum í dag. Þar að auki var fjöldi annarra að störfum. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir um hundrað manns hafa verið að störfum í Grindavík í dag.Vísir/Arnar „Ég geri ráð fyrir að svona í heildina þá hafi verið um hundrað manns við störf viðbragðsaðilar og þessir iðnaðarmenn. Ég veit ekki betur en að okkur hafi gengið ágætlega og við höldum þessu starfi áfram á laugardag og sunnudag og þetta er verkefnið. Við höldum áfram að fara yfir sprungur og sprungumyndanir í bænum en önnur verðmætabjörgun er ekki á dagskrá næstu tvo daga,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Í fyrramálið verður opnað aftur fyrir umferð um Grindavíkurveg þegar Bláa lónið opnar á ný. „Miðað við þetta uppfærða hættumatskort eða hættumat Veðurstofu þá er ákvörðun tekin um að heimila þar rekstur á ný frá og með morgundeginum,“ segir Úlfar.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira