Þegar þitt besta er ekki nógu gott Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2024 06:31 Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Sunnudagurinn síðasti er áskorun og prófsteinn á okkar samfélagsgerð. Eldgos, hraunrennsli, skjálftavirkni og grimmilegar sprungur eru fyrst og síðast gríðarlegt áfall fyrir Grindvíkinga en líka þjóðina alla. Áfall sem nú þegar hefur kostað mannslíf. Í þrjú ár hefur reynt á seiglu og þolinmæði Grindvíkinga og innviði svæðisins. Þetta er þung staða og það er skiljanlegt að Grindvíkingar krefjist þess að fá svör sem fyrst um það hvernig leysa eigi úr þessari óvissu og þessu lamandi óöryggi sem fólkið í Grindavík finnur nú fyrir. Það er ekki hægt að halda því fram að um sé að ræða óvænta stöðu – þessi sviðsmynd hefur legið fyrir í einhverja mánuði – og ef við eigum að vera alveg heiðarleg, þá hefur möguleikinn á eldgosi á þessu svæði legið fyrir í nokkur ár. Eflaust finnst Grindvíkingum gott að skynja að þjóðin stendur með þeim en nú er komið að ákvörðunum sem taka utan um bæjarbúa og veita þeim aukið öryggi. Leiðtogar og stjórnmálafólk geta ekki leyft sér að einbeita sér eingöngu að málefnum líðandi stundar. Það er skylda stjórnmálanna að horfa lengra, gera áætlanir. Líka um svörtustu sviðsmyndina – og þora því. Þau sem fara með hlutverk framkvæmdavaldsins verða að standa undir nafni. Framkvæma, ákveða og varða veginn. Ég ræddi meðal annars um Grindavík í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur. Hún lagði áherslu á að allir í ríkisstjórninni væru að gera sitt besta og vinna að því að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Ég hef greint þetta viðhorf hjá öðrum stjórnarliðum og ráðherrum. Það er gott og vel. En munurinn á ráðherrum og öðrum er að þeirra hlutverk er að horfa lengra og vera tilbúin til að taka ákvarðanir. Ekki síst þegar svartar og erfiðar sviðsmyndir eru mögulegar. Það vekur ákveðna furðu að plan stjórnvalda við þessari sviðsmynd sem nú blasir við hafi ekki verið tilbúið. Þrátt fyrir þriggja ára eldsumbrot og orð vísindafólks. Það er ekki nógu gott. Nú reynir á okkur öll að vinna fumlaust að því að svara öllum spurningum Grindvíkinga um framtíð sína. Í mínum huga er valfrelsi og einstaklingsfrelsi hér lykilatriði. Við eigum eins og kostur er að leggja allt kapp á að veita fólki frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt, tilveru og framtíð. Að Grindvíkingar öðlist valkosti til að halda áfram. Sumir vilja halda því opnu að flytja aftur heim – eðlilega. Á meðan aðrir vilja þreifa fyrir sér á öðrum svæðum. Ólík viðhorf þurfa að rúmast innan þeirra lausna sem boðið verður upp á. Ég óttast að margir litlir plástrar verði á endanum dýrkeyptari en að rífa plásturinn af og taka stærri ákvarðanir. Það mun ekki standa á okkur í Viðreisn þegar það kemur að því að greiða fyrir málum sem varða Grindvíkinga. Til þess eru samfélög og sameiginlegir sjóðir. Þetta er ekki spurning um stjórn eða stjórnarandstöðu. Okkur eða ykkur. Við erum öll saman í liði og tökumst saman á við vindinn sem nú á móti blæs. Það kunnum við sem þjóð. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun