Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 10:03 Ísrelsk herþota yfir Gasaströndinni. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AP/Leo Correa Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi og hafa þar stutt Bashar al-Assad, forseta, gegn uppreisnarmönnum. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Large explosion reported in Damascus, Syria. https://t.co/KF9UNvyDxx— Faytuks News (@Faytuks) January 20, 2024 Aukinn kraftur hefur þó verið settur í árásir Ísraela í Sýrlandi og í Líbanon á undanförnum vikum og hafa þær verið banvænari en áður. Sjá einnig: Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Myndefni frá Damaskus sýnir að íbúðarhús virðist hafa hrunið í árásinni. Heimildarmaður Reuters í Damascus segir umrætt hús hafa verið notað af írönskum hernaðarráðgjöfum í Sýrlandi. AFP fréttaveitan vísar í íranska miðla, sem segja tvo meðlimi Byltingarvarðanna hafa fallið í árásinni. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta árásir í Sýrlandi, segja fimm hafa fallið í árásinni. Leiðtogar samtaka sem tengjast Íran hafi verið á fundi í húsinu. Íranskir miðlar segja leiðtoga íraksks vígahóps einnig hafa verið í húsinu. Fregnir hafa einnig borist af særðu fólki. Mikil spenna Mikil spenna er í Mið-Austurlöndum þessa dagana og hefur sprengjum verið varpað víða. Frá því Ísraelar hófu mannskæðan hernað sinn á Gasaströndinni hafa ráðamenn víðsvegar um heiminn haft áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd og þar hefur helsta hættan verið á átökum milli Ísraela og Hesbollah. Sveitir tengdar Íran hafa einnig gert árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi og hefur þeim árásum verið svarað með loftárásum Bandaríkjamanna á Írana í Sýrlandi. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa einnig gert árásir á uppreisnarmenn Húta í Jemen, vegna eldflauga- og drónaárása þeirra á fraktskip á Rauðahafi og annarsstaðar undan ströndum Jemen. Íranar skutu einnig nýverið eldflaugum að Írak og Pakistan en þeir síðastnefndu svöruðu með eigin skothríð á Íran. Sýrland Ísrael Íran Írak Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27 Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi og hafa þar stutt Bashar al-Assad, forseta, gegn uppreisnarmönnum. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Large explosion reported in Damascus, Syria. https://t.co/KF9UNvyDxx— Faytuks News (@Faytuks) January 20, 2024 Aukinn kraftur hefur þó verið settur í árásir Ísraela í Sýrlandi og í Líbanon á undanförnum vikum og hafa þær verið banvænari en áður. Sjá einnig: Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Myndefni frá Damaskus sýnir að íbúðarhús virðist hafa hrunið í árásinni. Heimildarmaður Reuters í Damascus segir umrætt hús hafa verið notað af írönskum hernaðarráðgjöfum í Sýrlandi. AFP fréttaveitan vísar í íranska miðla, sem segja tvo meðlimi Byltingarvarðanna hafa fallið í árásinni. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta árásir í Sýrlandi, segja fimm hafa fallið í árásinni. Leiðtogar samtaka sem tengjast Íran hafi verið á fundi í húsinu. Íranskir miðlar segja leiðtoga íraksks vígahóps einnig hafa verið í húsinu. Fregnir hafa einnig borist af særðu fólki. Mikil spenna Mikil spenna er í Mið-Austurlöndum þessa dagana og hefur sprengjum verið varpað víða. Frá því Ísraelar hófu mannskæðan hernað sinn á Gasaströndinni hafa ráðamenn víðsvegar um heiminn haft áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd og þar hefur helsta hættan verið á átökum milli Ísraela og Hesbollah. Sveitir tengdar Íran hafa einnig gert árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi og hefur þeim árásum verið svarað með loftárásum Bandaríkjamanna á Írana í Sýrlandi. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa einnig gert árásir á uppreisnarmenn Húta í Jemen, vegna eldflauga- og drónaárása þeirra á fraktskip á Rauðahafi og annarsstaðar undan ströndum Jemen. Íranar skutu einnig nýverið eldflaugum að Írak og Pakistan en þeir síðastnefndu svöruðu með eigin skothríð á Íran.
Sýrland Ísrael Íran Írak Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27 Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03
Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51
Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27
Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41