Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 21:51 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru ánægðir með að búið væri að opna Bláa lónið á ný. Vísir/Steingrímur Dúi Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann. Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann.
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55