Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 11:17 Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík, segir Grindvíkinga vænta þess að verða borgaðir út. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira