Hiti og rafmagn á öllum húsum eftir krefjandi viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2024 21:31 Frá Grindavík í dag. Vísir/Arnar Slökkviliðsstjóri Grindavíkur segir síðustu viku hafa verið annasama og krefjandi á meðan unnið var að því að koma hita og rafmagni á öll hús bæjarins. Vinnu við það lauk í dag og segir hann líklega um að ræða eitt stærsta pípulagningaverkefni sem farið hefur verið í bæ hér á landi. Um tólf hundruð heimili eru í Grindavík. Í eldgosinu fyrir rúmri viku fór rafmagn og heita og kalda vatnið af bænum en síðan þá hefur mikið frost verið úti. „Við erum búnir að vera í kapphlaupi við tímann að reyna að frostverja húsin. Að reyna að koma heitu vatni á, rafmagni og einhverri kyndingu og við erum búin að vera með svona sirka þrjátíu til fimmtíu pípulagningamenn með okkur og rafvirkja. Það er búið að hlaupa hús úr húsi,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Einar segir að í dag hafi verið lokið við að koma hita á síðustu húsin í bænum og þá sé rafmagn líka komið á alls staðar. Það hafi verið mikilvægt að ná að vinna þetta svona hratt. „Þetta er heimili fólks og við viljum reyna allt sem við getum til að reyna að vernda að það verði fyrir óþarfa skemmdum.“ Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjórinn í Grindavík.Vísir/Arnar Þá segir hann það hafa skipt sköpum hversu margir pípulagningamenn tóku þátt í verkefninu. „Ég hugsa að þetta sé eitt stærsta pípulagningaverkefni sem hefur verið tekið af heilu bæjarfélagi.“ Kaldavatnslaust er enn í bænum en hraun fór yfir kaldavatnslögn bæjarins í eldgosinu. „Við erum búin að finna báða endana á lögninni. Nú þarf að hreinsa hana út og kæla og laga og reyna að koma köldu vatni niður í bæinn um helgina. Það er draumastaða.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35 Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44 Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Um tólf hundruð heimili eru í Grindavík. Í eldgosinu fyrir rúmri viku fór rafmagn og heita og kalda vatnið af bænum en síðan þá hefur mikið frost verið úti. „Við erum búnir að vera í kapphlaupi við tímann að reyna að frostverja húsin. Að reyna að koma heitu vatni á, rafmagni og einhverri kyndingu og við erum búin að vera með svona sirka þrjátíu til fimmtíu pípulagningamenn með okkur og rafvirkja. Það er búið að hlaupa hús úr húsi,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Einar segir að í dag hafi verið lokið við að koma hita á síðustu húsin í bænum og þá sé rafmagn líka komið á alls staðar. Það hafi verið mikilvægt að ná að vinna þetta svona hratt. „Þetta er heimili fólks og við viljum reyna allt sem við getum til að reyna að vernda að það verði fyrir óþarfa skemmdum.“ Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjórinn í Grindavík.Vísir/Arnar Þá segir hann það hafa skipt sköpum hversu margir pípulagningamenn tóku þátt í verkefninu. „Ég hugsa að þetta sé eitt stærsta pípulagningaverkefni sem hefur verið tekið af heilu bæjarfélagi.“ Kaldavatnslaust er enn í bænum en hraun fór yfir kaldavatnslögn bæjarins í eldgosinu. „Við erum búin að finna báða endana á lögninni. Nú þarf að hreinsa hana út og kæla og laga og reyna að koma köldu vatni niður í bæinn um helgina. Það er draumastaða.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35 Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44 Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35
Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44
Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28