Virkjanir í Ölfusi og hagsmunir Hvergerðinga Njörður Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 09:02 Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ölfus Skipulag Orkumál Orkuskipti Njörður Sigurðsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun