Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. janúar 2024 22:59 Hjalti hafði sannarlega ástæðu til að brosa í kvöld, en beið þó með það þangað til í leikslok Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik. „Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
„Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli