Útrýmum óvissu Grindvíkinga Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 08:30 Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. Flest erum við vanaföst og viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið en þegar atburðir gerast í kringum okkur sem við höfum litla eða enga stjórn á þá skapast ávallt mikil óvissa. Á mínum 20 ára ferli við að bregðast við náttúruhamförum víða um heim hef ég ítrekað upplifað það hvernig óvissan getur lamað heilu samfélögin. En ég hef líka upplifað hvernig sú óvissa hverfur þegar erfiðar ákvarðanir eru loks teknar, þá getur fólk farið að byggja líf sitt upp á nýtt. Óvissa er mjög lamandi, sér í lagi þegar hún snýr að grunnþörfum eins og húsnæði, framfærslu eða líðan barna þinna. Þú getur ekki tekið ákvarðanir nema í stuttan tíma í senn. Þú sættir þig við aðstæður ef þú veist að þær vara kannski bara í einhverjar vikur. En ef þér er sagt að þær aðstæður munu vara lengur, en ekki hversu lengi, þá getur ekki skipulagt framtíðina. Þó svo að ekkert okkar geti sett sig í spor Grindvíkinga, þá höfum við eflaust öll einhvern tíman á lífsleiðinni upplifað það hvernig óvissa lamar okkur. Við þekkjum það líka flest, hvað lífið varð miklu betra um leið og óvissan hvarf. Það er því eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera akkúrat núna fyrir Grindvíkinga er að fara í aðgerðir sem draga úr eða fjarlægja með öllu þá óvissu sem þau standa frammi fyrir. Vísindamenn treysta sér ekki til þess að áætla hversu langur tími þarf að líða þar til öruggt verður aftur að búa í Grindavík. Við höfum séð, t.d. í tengslum við eldgosin í Fagradalsfjalli að allt að ár getur liðið á milli atburða. Það væri því ekkert fjarri lagi að segja að eftir að vísindamenn telja að kvikusöfnun og landris sé lokið, þá þurfi að líða eitt ár áður en við getum sagt að atburðunum í nágrenni Grindavíkur sé lokið. Þær viðgerðir á innviðum sem farið er í áður en atburðunum er lokið getur verið töpuð vinna og þess vegna þarf að einblína næstu vikur og mánuði á það að vernda verðmæti. Það hefur einnig komið fram að það mun taka 6 til 9 mánuði að laga alla innviði. Við getum því reiknað með því að það gæti tekið allt að eitt og hálft til tvö ár áður en mögulegt verður fyrir fólk að flytja aftur í bæinn. Það eitt að ákveða að ekki verði flutt þarna aftur inn næstu tvö árin, er mjög erfið ákvörðun, en hún hjálpar til við að draga úr þeirri óvissu sem er til staðar. Hún breytir líka algjörlega þeirri sviðsmynd sem ríkið hefur sett upp um stuðning við íbúa Grindavíkur. Í stað skammtímalausna þarf að setja fókusinn á aðgerðir sem duga amk. til tveggja ára. Á sama tíma og Grindvíkingar lifa í mikilli óvissu þá erum við líka að upplifa tíma mikilla átaka í stjórnmálum, ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur einnig innan stjórnarflokkana. Það er freistandi fyrir okkur í stjórnarandstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fella ríkisstjórnina, enda hún fyrir löngu komin á síðasta söludag. Það er líka freistandi fyrir ólátabelgina innan stjórnarflokkana að láta öllum illum látum í von um að ofbjóða hinum flokkunum. Nú er hins vegar ástandið í þjóðfélaginu þannig að það hefur aldrei verið mikilvægara að grafa stríðsaxir og róa bátnum í sömu átt. Við þurfum að sameinast um það sameiginlega markmið okkar sem þjóðar að bregðast við þeim hamförum sem Grindvíkingar hafa orðið fyrir. Í því þverpólitíska samstarfi sem boðað hefur verið til er nauðsynlegt að við skiljum pólitísk átök milli flokka eftir um leið og umræður um Grindavík byrja. Við þurfum að hlusta hvort á annað og stjórnvöld þurfa að passa að nýta þá þekkingu og reynslu sem finna má innan stjórnarandstöðunnar og þann drifkraft sem ræður ríkjum hjá okkur í minnihlutanum að vinna öll mál tengd Grindavík eins hratt og vel og hægt er. Mikilvægast er þó að sjálfsögðu að við hlustum á Grindvíkinga sjálfa og tryggjum að þau fái frelsi til að velja sína framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. Flest erum við vanaföst og viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið en þegar atburðir gerast í kringum okkur sem við höfum litla eða enga stjórn á þá skapast ávallt mikil óvissa. Á mínum 20 ára ferli við að bregðast við náttúruhamförum víða um heim hef ég ítrekað upplifað það hvernig óvissan getur lamað heilu samfélögin. En ég hef líka upplifað hvernig sú óvissa hverfur þegar erfiðar ákvarðanir eru loks teknar, þá getur fólk farið að byggja líf sitt upp á nýtt. Óvissa er mjög lamandi, sér í lagi þegar hún snýr að grunnþörfum eins og húsnæði, framfærslu eða líðan barna þinna. Þú getur ekki tekið ákvarðanir nema í stuttan tíma í senn. Þú sættir þig við aðstæður ef þú veist að þær vara kannski bara í einhverjar vikur. En ef þér er sagt að þær aðstæður munu vara lengur, en ekki hversu lengi, þá getur ekki skipulagt framtíðina. Þó svo að ekkert okkar geti sett sig í spor Grindvíkinga, þá höfum við eflaust öll einhvern tíman á lífsleiðinni upplifað það hvernig óvissa lamar okkur. Við þekkjum það líka flest, hvað lífið varð miklu betra um leið og óvissan hvarf. Það er því eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera akkúrat núna fyrir Grindvíkinga er að fara í aðgerðir sem draga úr eða fjarlægja með öllu þá óvissu sem þau standa frammi fyrir. Vísindamenn treysta sér ekki til þess að áætla hversu langur tími þarf að líða þar til öruggt verður aftur að búa í Grindavík. Við höfum séð, t.d. í tengslum við eldgosin í Fagradalsfjalli að allt að ár getur liðið á milli atburða. Það væri því ekkert fjarri lagi að segja að eftir að vísindamenn telja að kvikusöfnun og landris sé lokið, þá þurfi að líða eitt ár áður en við getum sagt að atburðunum í nágrenni Grindavíkur sé lokið. Þær viðgerðir á innviðum sem farið er í áður en atburðunum er lokið getur verið töpuð vinna og þess vegna þarf að einblína næstu vikur og mánuði á það að vernda verðmæti. Það hefur einnig komið fram að það mun taka 6 til 9 mánuði að laga alla innviði. Við getum því reiknað með því að það gæti tekið allt að eitt og hálft til tvö ár áður en mögulegt verður fyrir fólk að flytja aftur í bæinn. Það eitt að ákveða að ekki verði flutt þarna aftur inn næstu tvö árin, er mjög erfið ákvörðun, en hún hjálpar til við að draga úr þeirri óvissu sem er til staðar. Hún breytir líka algjörlega þeirri sviðsmynd sem ríkið hefur sett upp um stuðning við íbúa Grindavíkur. Í stað skammtímalausna þarf að setja fókusinn á aðgerðir sem duga amk. til tveggja ára. Á sama tíma og Grindvíkingar lifa í mikilli óvissu þá erum við líka að upplifa tíma mikilla átaka í stjórnmálum, ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur einnig innan stjórnarflokkana. Það er freistandi fyrir okkur í stjórnarandstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fella ríkisstjórnina, enda hún fyrir löngu komin á síðasta söludag. Það er líka freistandi fyrir ólátabelgina innan stjórnarflokkana að láta öllum illum látum í von um að ofbjóða hinum flokkunum. Nú er hins vegar ástandið í þjóðfélaginu þannig að það hefur aldrei verið mikilvægara að grafa stríðsaxir og róa bátnum í sömu átt. Við þurfum að sameinast um það sameiginlega markmið okkar sem þjóðar að bregðast við þeim hamförum sem Grindvíkingar hafa orðið fyrir. Í því þverpólitíska samstarfi sem boðað hefur verið til er nauðsynlegt að við skiljum pólitísk átök milli flokka eftir um leið og umræður um Grindavík byrja. Við þurfum að hlusta hvort á annað og stjórnvöld þurfa að passa að nýta þá þekkingu og reynslu sem finna má innan stjórnarandstöðunnar og þann drifkraft sem ræður ríkjum hjá okkur í minnihlutanum að vinna öll mál tengd Grindavík eins hratt og vel og hægt er. Mikilvægast er þó að sjálfsögðu að við hlustum á Grindvíkinga sjálfa og tryggjum að þau fái frelsi til að velja sína framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar